Hinir fjórir sem mennirnir særðu, og þar á meðal tveir lögregluþjónar, eru enn á sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki talið að sár þeirra séu lífshættuleg. Lögregluþjónarnir tveir hafa þó þurft í skurðaðgerð.
Maðurinn, sem er 36 ára gamall, var handtekinn í morgun um 22 mínútum eftir að fyrsta útkallið barst til lögreglunnar, samkvæmt frétt BBC. Ekki er talið að um einhverskonar hryðjuverk sé að ræða. Enginn annar er grunaður um að hafa komið að málinu.
Árásarmaðurinn er sagður hafa ekið bíl á hús við Hainault-lestarstöðina í norðausturhluta Lundúna og ráðist á fólk af handahófi. Tilefni árásarinnar er enn til rannsóknar.
BREAKING: New footage shows a man wielding a sword, as five people are treated by paramedics following a stabbing attack in north east London.
— Sky News (@SkyNews) April 30, 2024
🔗 https://t.co/bTeU1qWDEH
📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/iAxuhKHIVK