Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:21 Hér er verið að leggja sólarsellur á þak heimilis í Frankfurt. Í skýrslu starfshópsins segir að gert sé ráð fyrir að sólarorka verði einn mikilvægasti orkugjafinn í heiminum innan skamms. vísir/AP Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins. Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins.
Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira