Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 16:31 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins sést hér með Ásmundi Einarr Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu. ÍSÍ Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð afreksíþrótta á Íslandi var greind og í skýrslunni voru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Unnu tillögurnar í góðu samráði Hugmyndir um eflingu afreksstarfs á Íslandi sem voru settar fram í dag í nýrri skýrslu eru byggðar á álitum fjölmargra álitsgjafa frá íþróttahreyfingunni, stjórnvöldum, skólakerfi, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum. Mikil áhersla var lögð á að vinna tillögurnar í góðu samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshópsins, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.Vísir/Vilhelm Vésteinn Hafsteinsson var formaður starfshópsins en umfangsmikið samráð og upplýsingaöflun meðal innlendra og erlendra álitsgjafa hefur átt sér stað í tengslum við vinnu hópsins. Lögð var áhersla á að nýta það besta frá erlendum fyrirmyndum og aðlaga þær íslenskum aðstæðum. Stofna Afreksmiðstöð Íslands Mikilvægustu tillögur starfshópsins er að stofna Afreksmiðstöð Íslands, samræma betur afreksstefnu ÍSÍ og sérsambanda auk þess að skilgreina betur afrek. Þá þarf að auka stuðning sveitarfélaga vegna þátttöku í landsliðsverkefnum og ekki síst stofna sérstakan launasjóð afreksíþróttafólks og íþróttaþjálfara. Íþróttafólkið fengi þá launþegasamninga sem tryggir um leið vinnumarkaðstengd réttindi. Afreksmiðstöð Íslands geri einnig samninga við einkarekna starfsemi um heilbrigðisþjónustu fyrir afreksíþróttafólk, skjólstæðingar AMÍ fái ráðgjöf vegna skatta, lífeyrismála og trygginga og komið verði á betra fyrirkomulagi vegna tryggingamála íþróttahreyfingarinnar. Afrekssjóður verði hækkaður Þarna er líka farið yfir kostnaðarþátttökuna í afreksstarfinu. Auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar frá ríki og sveitarfélögum svo hægt sé að lágmarka kostnaðarþátttöku iðkenda í landsliðsstarfi. Það er því lagt til að afrekssjóður verði hækkaður því styðja þarf sérstaklega við næstu kynslóð afreksíþróttafólks. Auka þarf framlög til Ferðasjóðs íþróttafélaga til að koma til móts við aukinn ferðakostnað einstaklinga og félaga af landsbyggðinni. Tryggja þarf betri samninga vegna ferðalaga þátttakenda í afreksstarfi innanlands sem utan, æskilegt að fyrirkomulag Loftbrúar sé endurskoðað svo styðji betur við þátttöku í afreksstarfi. Aðgengi að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu verði tryggt fyrir þátttakendur í afreksstarfi gegn hóflegu gjaldi. Vilja draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum Það er líka mikilvægt að kanna afreksstarf á ólíkum skólastigum. Koma með tillögur um aðgerðir til að hlúa að efnilegu íþróttafólki og draga úr brotthvarfi unglinga úr íþróttum. Efla þarf samvinnu og tengsl AMÍ við grunnskólastigið og þjálfun ungmenna í íþróttafélögunum auk foreldrafræðslu.
ÍSÍ Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira