Vill hinn almenna launamann á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 16:30 Kristrún Frostadóttir boðar uppstökun þingliðs breyttrar Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja hinn almenna launamann á þing. Hún segist telja það mikilvægt að framboðslistar flokksins endurspegli breyttan flokk. Í ræðu sem hún flutti í dag greindi hún frá því að flokkurinn hefði á flokkstjórnarfundi breytt reglum um framboðslista flokksins með það að leiðarljósi að endurspegla Ísland allt en „ekki bara hinar skrifandi stéttir.“ Þetta segir hún í ræðu sem hún hélt í tilefni af baráttudegi verkalýðsins á fundi Samfylkingarinnar í Iðnó fyrr í dag. Þótt hagfræðingar, lögfræðingar og stjórnmálafræðingar geti verið ágætir þá sé allt gott í hófi. Kristrún segir Samfylkinguna þurfa fólk með alls konar bakgrunn. „Alveg eins og vera ber í stórum jafnaðarflokki sem býður sig fram til að stjórna landinu.“ Samfylkingin hefur þannig opnað á haldin verði leiðtogaprófkjör um efstu sæti á framboðslistum en að önnur sæti verði valin með uppstillingu eða á kjörfundi. „Í þessari ákvörðun flokksstjórnar felast skilaboð og ég tel að vel fari á því að almennir flokksfélagar Samfylkingarinnar og stuðningsmenn geti kosið sér forystufólk – oddvita á framboðslistum – í prófkjöri. En að svo taki við annað ferli þar sem gætt er að fleiri sjónarmiðum. Það virðist að minnsta kosti vera heppileg leið á þessum tímapunkti í endurreisn Samfylkingarinnar, þó að auðvitað geti mismunandi kjördæmi valið að fara mismunandi leiðir,“ segir Kristrún. Næsta verk að manna liðið Hún segir flokkinn ætla sér að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og koma Íslandi aftur á rétta braut. „Við vitum að fjöldi fólks um land allt leyfir sér nú að vona að þetta gangi upp hjá Samfylkingunni: að okkur takist að endurreisa velferðarkerfið, að okkur takist að lyfta innviðum landsins, að okkur takist að koma Íslandi aftur á rétta braut – eins og við ætlum okkur að gera,“ segir Kristrún. „Þetta fólk sér að málefnastaðan er sterk og styrkist með hverju útspili, því líkar verklagið – en það veit líka að næsta verk verður að manna liðið: að stilla upp framboðslistum sem endurspegla þessa breyttu Samfylkingu – breiðari flokk, stærri flokk, klassískan jafnaðarflokk með stjórnfestu – stjórnmálaflokk sem stendur þétt með þjóð sinni, við bak hins vinnandi manns, og leggur ofuráherslu á kjör, velferð og efnahag almennings,“ bætir hún við. Kristrún segir mikilvægt að fólkið í landinu geti séð sig í fulltrúum Samfylkingarinnar. „Þetta snýst um að stilla upp sterku teymi – efni í þingflokk sem endurspeglar samfélagið sem við þjónum, og þar sem fólkið í landinu getur séð sig í okkar fulltrúum. Þetta er ekki bara einhver leikur eða samkeppni einstaklinga um stök sæti. Heildarmyndin skiptir máli.“ Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Í ræðu sem hún flutti í dag greindi hún frá því að flokkurinn hefði á flokkstjórnarfundi breytt reglum um framboðslista flokksins með það að leiðarljósi að endurspegla Ísland allt en „ekki bara hinar skrifandi stéttir.“ Þetta segir hún í ræðu sem hún hélt í tilefni af baráttudegi verkalýðsins á fundi Samfylkingarinnar í Iðnó fyrr í dag. Þótt hagfræðingar, lögfræðingar og stjórnmálafræðingar geti verið ágætir þá sé allt gott í hófi. Kristrún segir Samfylkinguna þurfa fólk með alls konar bakgrunn. „Alveg eins og vera ber í stórum jafnaðarflokki sem býður sig fram til að stjórna landinu.“ Samfylkingin hefur þannig opnað á haldin verði leiðtogaprófkjör um efstu sæti á framboðslistum en að önnur sæti verði valin með uppstillingu eða á kjörfundi. „Í þessari ákvörðun flokksstjórnar felast skilaboð og ég tel að vel fari á því að almennir flokksfélagar Samfylkingarinnar og stuðningsmenn geti kosið sér forystufólk – oddvita á framboðslistum – í prófkjöri. En að svo taki við annað ferli þar sem gætt er að fleiri sjónarmiðum. Það virðist að minnsta kosti vera heppileg leið á þessum tímapunkti í endurreisn Samfylkingarinnar, þó að auðvitað geti mismunandi kjördæmi valið að fara mismunandi leiðir,“ segir Kristrún. Næsta verk að manna liðið Hún segir flokkinn ætla sér að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og koma Íslandi aftur á rétta braut. „Við vitum að fjöldi fólks um land allt leyfir sér nú að vona að þetta gangi upp hjá Samfylkingunni: að okkur takist að endurreisa velferðarkerfið, að okkur takist að lyfta innviðum landsins, að okkur takist að koma Íslandi aftur á rétta braut – eins og við ætlum okkur að gera,“ segir Kristrún. „Þetta fólk sér að málefnastaðan er sterk og styrkist með hverju útspili, því líkar verklagið – en það veit líka að næsta verk verður að manna liðið: að stilla upp framboðslistum sem endurspegla þessa breyttu Samfylkingu – breiðari flokk, stærri flokk, klassískan jafnaðarflokk með stjórnfestu – stjórnmálaflokk sem stendur þétt með þjóð sinni, við bak hins vinnandi manns, og leggur ofuráherslu á kjör, velferð og efnahag almennings,“ bætir hún við. Kristrún segir mikilvægt að fólkið í landinu geti séð sig í fulltrúum Samfylkingarinnar. „Þetta snýst um að stilla upp sterku teymi – efni í þingflokk sem endurspeglar samfélagið sem við þjónum, og þar sem fólkið í landinu getur séð sig í okkar fulltrúum. Þetta er ekki bara einhver leikur eða samkeppni einstaklinga um stök sæti. Heildarmyndin skiptir máli.“
Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira