Í ker eða kistu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. maí 2024 18:31 Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Kirkjugarðar Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar