Hreinleikaþráin Bjarni Karlsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun