Skúrkurinn endaði sem hetjan Aron Guðmundsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Hannah Sharts hefur verið allt í öllu í liði Stjörnunnar í upphafi tímabils Vísir/Arnar Það er óhætt að segja að Hannah Sharts, bandarískur miðvörður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, hafi átt viðburðaríkan leik gegn Keflavík á dögunum. Eftir að hafa gerst sek um óvenjuleg mistök í fyrri hálfleik steig hún upp og bætti upp fyrir þau með hreint út sagt mögnuðum leik. Keflavík fékk kjörið tækifæri til þess að komast yfir í leiknum gefins þegar að Hannah handlék knöttinn innan vítateigs eftir markspyrnu samherja síns. Hannah hafði ætlað sér sjálf að taka spyrnuna en Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, var vel vakandi og dæmdi réttilega vítaspyrnu. „Þetta var í fyrsta sinn á mínum ferli sem það er dæmd vítaspyrna á svona atvik,“ segir Hannah. „Ég vissi í raun ekki hvað væri að gerast fyrst þegar að dómarinn blés í flautu sína. Ég áttaði mig hins vegar fljótt og leið strax mjög illa í kjölfarið. Það sem eftir lifði leiks var það svo ofarlega í huga mér að bæta upp fyrir þetta. Gera allt sem að ég gæti til þess að koma mínu liði aftur inn í leikinn. Ég lærði lexíu af þessu. Þetta voru sakleysisleg mistök, misskilningur. Núna vitum við hvernig við getum komið í veg fyrir svona lagað í framtíðinni.“ Voru rólegar yfir stöðunni Stjarnan lenti í basli framan af gegn Keflavík sem er spáð falli úr Bestu deildinni í vel flestum spám fyrir tímabilið. Keflavík leiddi með tveimur mörkum þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik. „Þrátt fyrir stöðuna myndi ég segja að leikmenn hafi verið rólegir yfir henni. Við vissum hvað við gætum. Það var enn nóg eftir af leiknum. Kristján þjálfari lagði til nokkrar taktískar breytingar á leik okkar fyrir seinni hálfleikinn en í grunninn snerist þetta bara um að við hefðum trú á okkar getu. Berjast af fullum krafti þar til að lokaflautið myndi óma um völlinn. Taka þetta eitt mark í einu. Hannah segir það hafa verið ofarlega í sínum huga að bæta upp fyrir mistökin frá því í fyrri hálfleik og það gerði hún svo sannarlega. Á þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleik skoraði hún tvö mörk, jafnaði metin fyrir Stjörnuna og kom þeim aftur inn í leikinn. Úr leik Stjörnunnar á tímabilinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúsínan í pylsuendanum kom svo undir lok leiks, nánar tiltekið á 87.mínútu þegar að langt innkast hennar inn á teig endaði hjá Caitlin Meghani Cosme sem kom boltanum í netið og tryggði Stjörnunni dramatískan 3-2 endurkomusigur. Þú hlýtur að hafa verið búin að gleyma þessum mistökum í fyrri hálfleiknum mjög fljótt? „Já um leið og ég skoraði seinna markið og liðsfélagarnir hlupu til mín til að fagna sagði ég við þær „jæja núna er ég búin að bæta upp fyrir þetta.“ Mér fannst ég geta slakað aðeins á eftir það mark. Ég vildi bara svo mikið ná að jafna metin fyrir mitt lið. Ekki endilega með því að skora markið. Heldur bara með því að leggja allt mitt í leikinn. Það að ná að jafna leikinn var stórt afrek en með því að stela sigrinum í lokin var þetta bara eins og draumur að rætast. Við hefðum ekki geta beðið um neitt meira.“ Löngu innköstin í fjölskyldunni? Þú ert nú miðvörður að upplagi en skorar þarna tvö mörk í einum og sama leiknum. Á þínum leikmannaferli. Ertu vön því að skora mörk? „Ég allavegana elska að skora mörk. Ég reyni að vera mikil ógn í teignum hjá öllum þeim liðum sem ég hef verið á mála hjá. Ég er varnarmaður út í gegn en hef einnig þá hlið að vilja eftir fremsta megni reyna að skora mörk. Tilfinningin sem því fylgir er frábær. Það að geta lagt eitthvað af mörkum á þann hátt er mjög sérstakt.“ Þið skorið sigurmarkið eftir langt innkast frá þér. Vopn sem er vel þekkt í vopnabúri íslensku landsliðanna í fótbolta. Hefurðu alltaf geta kastað svona langt eða er þetta færni sem þú hefur þurft að þjálfa upp? Stjarnan „Ég hef náð að kasta boltanum svona langt frá því að ég man fyrst eftir mér. Vissulega hefur maður þróað þessa færni áfram með ýmsum æfingum. Bæði tækni- sem og styrktaræfingum. Mamma mín spilaði sjálf fótbolta sem leikmaður og bjó einnig yfir þessari færni, að geta tekið löng innköst. Kannski er þetta bara í fjölskyldunni. Ég veit það ekki.“ Hannah gekk til liðs við Stjörnuna fyrir yfirstandandi tímabil. Hún er fædd og uppalinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum og kemur hingað til lands sem tvöfaldur meistari með liði KuPS í Finnlandi þar sem að hún spilaði á síðasta tímabili. Hvernig endarðu í Bestu deildinni á Íslandi? „Þetta virtist bara rétta skrefið á þessum tímapunkti á mínum ferli. Stjarnan hafði samband þetta virtist vera fullkomið tækifæri fyrir mig. Allt við Ísland virkaði sem ótrúlega spennandi fyrir mig. Ég þekki marga sem hafa komið hingað sem ferðalangað og allt það sem að ég hafði heyrt af landi og þjóð virkaði mjög vel á mig. Ég vildi vera hluti af þessu verkefni hér hjá Stjörnunni. Þetta félag er sérstakt á góðan hátt. Hefur náð góðum árangri og teflir fram samkeppnishæfu liði tímabil eftir tímabil. Frá því að ég kom hingað hefur mér liðið eins og heima hjá mér.“ Besta deild kvenna Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Keflavík fékk kjörið tækifæri til þess að komast yfir í leiknum gefins þegar að Hannah handlék knöttinn innan vítateigs eftir markspyrnu samherja síns. Hannah hafði ætlað sér sjálf að taka spyrnuna en Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, var vel vakandi og dæmdi réttilega vítaspyrnu. „Þetta var í fyrsta sinn á mínum ferli sem það er dæmd vítaspyrna á svona atvik,“ segir Hannah. „Ég vissi í raun ekki hvað væri að gerast fyrst þegar að dómarinn blés í flautu sína. Ég áttaði mig hins vegar fljótt og leið strax mjög illa í kjölfarið. Það sem eftir lifði leiks var það svo ofarlega í huga mér að bæta upp fyrir þetta. Gera allt sem að ég gæti til þess að koma mínu liði aftur inn í leikinn. Ég lærði lexíu af þessu. Þetta voru sakleysisleg mistök, misskilningur. Núna vitum við hvernig við getum komið í veg fyrir svona lagað í framtíðinni.“ Voru rólegar yfir stöðunni Stjarnan lenti í basli framan af gegn Keflavík sem er spáð falli úr Bestu deildinni í vel flestum spám fyrir tímabilið. Keflavík leiddi með tveimur mörkum þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik. „Þrátt fyrir stöðuna myndi ég segja að leikmenn hafi verið rólegir yfir henni. Við vissum hvað við gætum. Það var enn nóg eftir af leiknum. Kristján þjálfari lagði til nokkrar taktískar breytingar á leik okkar fyrir seinni hálfleikinn en í grunninn snerist þetta bara um að við hefðum trú á okkar getu. Berjast af fullum krafti þar til að lokaflautið myndi óma um völlinn. Taka þetta eitt mark í einu. Hannah segir það hafa verið ofarlega í sínum huga að bæta upp fyrir mistökin frá því í fyrri hálfleik og það gerði hún svo sannarlega. Á þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleik skoraði hún tvö mörk, jafnaði metin fyrir Stjörnuna og kom þeim aftur inn í leikinn. Úr leik Stjörnunnar á tímabilinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúsínan í pylsuendanum kom svo undir lok leiks, nánar tiltekið á 87.mínútu þegar að langt innkast hennar inn á teig endaði hjá Caitlin Meghani Cosme sem kom boltanum í netið og tryggði Stjörnunni dramatískan 3-2 endurkomusigur. Þú hlýtur að hafa verið búin að gleyma þessum mistökum í fyrri hálfleiknum mjög fljótt? „Já um leið og ég skoraði seinna markið og liðsfélagarnir hlupu til mín til að fagna sagði ég við þær „jæja núna er ég búin að bæta upp fyrir þetta.“ Mér fannst ég geta slakað aðeins á eftir það mark. Ég vildi bara svo mikið ná að jafna metin fyrir mitt lið. Ekki endilega með því að skora markið. Heldur bara með því að leggja allt mitt í leikinn. Það að ná að jafna leikinn var stórt afrek en með því að stela sigrinum í lokin var þetta bara eins og draumur að rætast. Við hefðum ekki geta beðið um neitt meira.“ Löngu innköstin í fjölskyldunni? Þú ert nú miðvörður að upplagi en skorar þarna tvö mörk í einum og sama leiknum. Á þínum leikmannaferli. Ertu vön því að skora mörk? „Ég allavegana elska að skora mörk. Ég reyni að vera mikil ógn í teignum hjá öllum þeim liðum sem ég hef verið á mála hjá. Ég er varnarmaður út í gegn en hef einnig þá hlið að vilja eftir fremsta megni reyna að skora mörk. Tilfinningin sem því fylgir er frábær. Það að geta lagt eitthvað af mörkum á þann hátt er mjög sérstakt.“ Þið skorið sigurmarkið eftir langt innkast frá þér. Vopn sem er vel þekkt í vopnabúri íslensku landsliðanna í fótbolta. Hefurðu alltaf geta kastað svona langt eða er þetta færni sem þú hefur þurft að þjálfa upp? Stjarnan „Ég hef náð að kasta boltanum svona langt frá því að ég man fyrst eftir mér. Vissulega hefur maður þróað þessa færni áfram með ýmsum æfingum. Bæði tækni- sem og styrktaræfingum. Mamma mín spilaði sjálf fótbolta sem leikmaður og bjó einnig yfir þessari færni, að geta tekið löng innköst. Kannski er þetta bara í fjölskyldunni. Ég veit það ekki.“ Hannah gekk til liðs við Stjörnuna fyrir yfirstandandi tímabil. Hún er fædd og uppalinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum og kemur hingað til lands sem tvöfaldur meistari með liði KuPS í Finnlandi þar sem að hún spilaði á síðasta tímabili. Hvernig endarðu í Bestu deildinni á Íslandi? „Þetta virtist bara rétta skrefið á þessum tímapunkti á mínum ferli. Stjarnan hafði samband þetta virtist vera fullkomið tækifæri fyrir mig. Allt við Ísland virkaði sem ótrúlega spennandi fyrir mig. Ég þekki marga sem hafa komið hingað sem ferðalangað og allt það sem að ég hafði heyrt af landi og þjóð virkaði mjög vel á mig. Ég vildi vera hluti af þessu verkefni hér hjá Stjörnunni. Þetta félag er sérstakt á góðan hátt. Hefur náð góðum árangri og teflir fram samkeppnishæfu liði tímabil eftir tímabil. Frá því að ég kom hingað hefur mér liðið eins og heima hjá mér.“
Besta deild kvenna Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira