Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 13:33 Atli Þór Fanndal er nýjasti starfsmaður Pírata. Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira