Atli Þór ráðinn til Pírata: „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn“ Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 13:33 Atli Þór Fanndal er nýjasti starfsmaður Pírata. Atli Þór Fanndal, sem hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur verið ráðinn samskiptastjóri Pírata. „Við ætlum að koma flokknum í ríkisstjórn,“ segir hann. Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Atli Þór hefur verið formaður Íslandsdeildar Transparency International, alþjóðlegra samtaka með yfirlýst markmið um að berjast gegn spillingu, í slétt tvö ár í dag. Hann lét af störfum þar á dögunum. Á meðan hefur hann eðli máls samkvæmt ekki verið flokksbundinn en hann var áður í Pírötum, auk þess að vinna fyrir flokkinn. Snúinn aftur Hann sagði sig reyndar úr flokknum árið 2018 í kjölfar átaka innan Pírata. Þá sagðist hann ekki vilja starfa fyrir flokkinn að óbreyttu. Hann segir í samtali við Vísi að þótt hann hafi ekki verið í Pírötum um nokkurt skeið sé það augljóslega hans flokkur. Því sé hann spenntur fyrir því að hefja störf hjá Pírötum og „hjálpa til í því verkefni að koma ríkisstjórninni frá.“ Fengur að fá Atla í aðdraganda kosninga Atli Þór var í þann mund að senda frá sér tilkynningu um eigin vistaskipti þegar Vísir náði tali af honum. Í henni segir að hann hafi víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf sem varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hafi undanfarin ár starfað hjá Transparency International á Íslandi með fram störfum fyrir Space Iceland sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki tengdum geimvísindum, rannsóknum og þróun. Hann hafi áður starfað sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag, svo dæmi séu nefnd. Atli hafi um tíma starfað á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Frjálslyndra Demókrata í Mið-Dorset og Norður Poole í Bretlandi. „Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans. Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Alþingi Vistaskipti Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira