„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2024 08:00 Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður ÍTK. Vísir/Bjarni Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. „Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira