Fiorentina og Olympiacos í kjörstöðu eftir mikla markaleiki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2024 21:23 Douglas Luiz klikkaði á vítaspyrnu undir lokin og tókst ekki að minnka muninn. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Fiorentina rétt marði 3-2 sigur gegn Club Brugge og Aston Villa tapaði 2-4 á heimavelli gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar. Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira
Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar.
Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Juventus í Meistaradeildarsæti Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sjá meira