Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 13:37 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún. En hún fær pláss hjá honum fyrir fréttaskýringu sína um bensínstöðvar og lóðir sem þeim tengjast. vísir María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. „Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira