Bach býðst til að synda sjálfur í Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 12:40 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, með Brittu Heidemann, sem er meðlimur í nefndinni. Getty/Deepbluemedia Ólympíuleikarnir fara fram í París í sumar og nokkrar af íþróttagreinunum á leikunum eiga að fara fram í ánni Signu sem rennur í gegnum borgina. Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira