Leikur dagsins var æsispennandi frá fyrstu mínútu og ljóst að bæði lið ætluðu sér að spila í Olís-deildinni á komandi leiktíð. Á endanum voru það gestirnir í Gróttu sem höfðu betur, lokatölur 22-21 í gríðarlega jöfnum leik.
Það var því fagnað aðleikslokum og reikna má með að fagnaðarlætin standi áfram á Seltjarnarnesi fram eftir kvöldi.
Soffía Steingrímsdóttir átti magnaðan dag í marki Gróttu. Hún varði alls 18 skot og var með 46 prósent markvörslu. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir var markahæst í sigurliðinu með 5 mörk og þar á eftir kom Ída Margrét Stefánsdóttir með 4 mörk.
Saga Sif Gísladóttir gerði hvað hún gat í marki Aftureldingar, hún var með 15 varin skot og 40 prósent markvörslu. Susan Ines Gamboa var markahæst með 6 mörk og þar á eftir kom Anna Katrín Bjarkadóttir með 4 mörk.