Þetta segir í bæði dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina og sambbærilegri færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
„Dælubílarnir fengu 4 boðanir sem flestar voru í rólegri kantinum, en upp úr 3 í nótt fengum við tilkynningu um eld í nýjum bíl í vesturhluta Reykjavíkur. Var komin töluverður eldur í bílinn en okkar fólk var ekki lengi að ná tökum á málunum,“ segir slökkviliðið.
Bíllinn var nálægt bensínstöð Orkunnar á Birkimel þegar eldurinn kviknaði.