Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 10:11 Rishi Sunak hefur farið fyrir Íhaldsflokknum síðan í október ársins 2022. AP/Molly Darlington Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum. Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum.
Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira