Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:14 Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, stendur hér við leifar grafhýsisins. Þar liggja tvær beinagrindur sem líklega eru af mæðgum; stiftamtsmannsfrú og dóttur hennar. vísir/Einar Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu. Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu.
Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira