Já, Katrín Hjálmar Sveinsson skrifar 7. maí 2024 11:00 Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar