Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 12:00 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands láta bæði af embætti á þessu sumri. Hann eftir átta ár og hún eftir tólf ár í embætti. Vísir/Vilhelm Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45
Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19