Vextir geta og þurfa að lækka Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. maí 2024 12:46 Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun