Kaupa Íslensk verðbréf Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2024 07:28 Haraldur Þórðarson er forstjóri Skaga. Kaupverð 97 prósent hlutafjár í Íslenskum verðbréfum eru tæpir 1,6 milljarðar króna. Skagi Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu. Í tilkynningu frá Skaga segir að horft sé til þess að í kjölfarið verði farið í kaup hlutafjár annarra hluthafa þannig að Skagi verði einn eigandi alls hlutafjár í Íslenskum verðbréfum. „Kaupverð 97,07% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum er 1.598 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé, en Skagi hefur val um að greiða allt að fjórðungi kaupverðsins með afhendingu nýs hlutafjár í Skaga. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar eru undanskilin í kaupunum. Jóhann M. Ólafsson, forstjóri ÍV, hefur stigið til hliðar og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða, hefur tekið tímabundið við sem forstjóri félagsins. Íslensk verðbréf, sem var stofnað árið 1987, er eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins og með sterkt og þekkt vörumerki á íslenskum fjármálamarkaði. Félagið býður upp á þjónustu á sviði markaðsviðskipta, eigna- og sjóðastýringar og var með 96 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót. Alls voru um 4.000 viðskiptavinir með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá Íslenskum verðbréfum í lok árs 2023. Íslensk verðbréf hafa frá stofnun verið með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og horft er til þess að starfsemi félagsins verði þar áfram, enda er markmið samstæðu Skaga að efla þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi. Eigna- og sjóðastýring ásamt markaðsviðskiptum verða starfrækt innan samstæðu Skaga og samþætt núverandi fjármálastarfsemi eftir að kaupin hafa gengið í gegn. Rík áhersla er lögð á vöxt í kjarnastarfsemi Skaga, þ.e. í trygginga- og fjármálastarfsemi, og kaupin eru því mikilvægur áfangi í vegferð Skaga til þess að styrkja enn frekar grunnstoðir samstæðunnar, með innri og ytri vexti. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. Styrkir þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Skaga, að það sé mikið gleðiefni að Íslensk verðbréf bætist í hóp fyrirtækja í samstæðu Skaga. „Þessi viðbót mun efla þjónustu við viðskiptavini okkar á Norðurlandi og styrkir stöðu okkar á sviðum eignastýringar og markaðsviðskipta. Samstæða Skaga er nú þegar með öflugan rekstur á svæðinu en kaupin eru mikilvægt skref í frekari uppbyggingu fyrir norðan. Íslensk verðbréf hafa í hátt í fjóra áratugi boðið upp á framúrskarandi þjónustu á sviði eignastýringar og mun halda því áfram innan samstæðu Skaga. Eignir í stýringu hjá Skaga munu nema um 220 milljörðum króna eftir viðskiptin og við færumst því nær langtímamarkmiðum okkar um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði. Við erum líka stolt af því að framboð sjóða hjá Skaga eykst umtalsvert eftir kaupin. Við höfum metnaðarfull markmið um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði og kaupin eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð.“ Efla sérhæfðar fjárfestingar Þá er haft eftir Jóhanni M. Ólafssyni, fráfarandi forstjóra Íslenskra verðbréfa, að undanfarin ár hafi Björg Capital Management, ásamt öflugum hópi starfsfólks, byggt upp starfsemi Íslenskra verðbréfa í höfuðstöðvum félagsins á Akureyri. „Nú hefur Skagi, sem er öflugt fjármálafyrirtæki, séð tækifærið sem felst í því að halda áfram uppbyggingu á fjármálastarfsemi á Norðurlandi. Með sölunni gefst okkur í Björgu Capital Management aukið tækifæri til að efla sérhæfðar fjárfestingar svo sem í fiskeldi og stórþara ásamt öðrum verkefnum og þjónustu er tengjast bláa hagkerfinu. Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur en við sjáum mikil tækifæri í því að leiða fjárfestingar, uppbyggingu og ráðgjöf hér á landi og erlendis á komandi árum, enda mikil þekking og reynsla á því sviði sem býr innan okkar raða,“ segir Jóhann. Kaup og sala fyrirtækja Skagi Akureyri Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í tilkynningu frá Skaga segir að horft sé til þess að í kjölfarið verði farið í kaup hlutafjár annarra hluthafa þannig að Skagi verði einn eigandi alls hlutafjár í Íslenskum verðbréfum. „Kaupverð 97,07% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum er 1.598 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé, en Skagi hefur val um að greiða allt að fjórðungi kaupverðsins með afhendingu nýs hlutafjár í Skaga. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar eru undanskilin í kaupunum. Jóhann M. Ólafsson, forstjóri ÍV, hefur stigið til hliðar og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða, hefur tekið tímabundið við sem forstjóri félagsins. Íslensk verðbréf, sem var stofnað árið 1987, er eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins og með sterkt og þekkt vörumerki á íslenskum fjármálamarkaði. Félagið býður upp á þjónustu á sviði markaðsviðskipta, eigna- og sjóðastýringar og var með 96 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót. Alls voru um 4.000 viðskiptavinir með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá Íslenskum verðbréfum í lok árs 2023. Íslensk verðbréf hafa frá stofnun verið með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og horft er til þess að starfsemi félagsins verði þar áfram, enda er markmið samstæðu Skaga að efla þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi. Eigna- og sjóðastýring ásamt markaðsviðskiptum verða starfrækt innan samstæðu Skaga og samþætt núverandi fjármálastarfsemi eftir að kaupin hafa gengið í gegn. Rík áhersla er lögð á vöxt í kjarnastarfsemi Skaga, þ.e. í trygginga- og fjármálastarfsemi, og kaupin eru því mikilvægur áfangi í vegferð Skaga til þess að styrkja enn frekar grunnstoðir samstæðunnar, með innri og ytri vexti. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. Styrkir þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Skaga, að það sé mikið gleðiefni að Íslensk verðbréf bætist í hóp fyrirtækja í samstæðu Skaga. „Þessi viðbót mun efla þjónustu við viðskiptavini okkar á Norðurlandi og styrkir stöðu okkar á sviðum eignastýringar og markaðsviðskipta. Samstæða Skaga er nú þegar með öflugan rekstur á svæðinu en kaupin eru mikilvægt skref í frekari uppbyggingu fyrir norðan. Íslensk verðbréf hafa í hátt í fjóra áratugi boðið upp á framúrskarandi þjónustu á sviði eignastýringar og mun halda því áfram innan samstæðu Skaga. Eignir í stýringu hjá Skaga munu nema um 220 milljörðum króna eftir viðskiptin og við færumst því nær langtímamarkmiðum okkar um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði. Við erum líka stolt af því að framboð sjóða hjá Skaga eykst umtalsvert eftir kaupin. Við höfum metnaðarfull markmið um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði og kaupin eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð.“ Efla sérhæfðar fjárfestingar Þá er haft eftir Jóhanni M. Ólafssyni, fráfarandi forstjóra Íslenskra verðbréfa, að undanfarin ár hafi Björg Capital Management, ásamt öflugum hópi starfsfólks, byggt upp starfsemi Íslenskra verðbréfa í höfuðstöðvum félagsins á Akureyri. „Nú hefur Skagi, sem er öflugt fjármálafyrirtæki, séð tækifærið sem felst í því að halda áfram uppbyggingu á fjármálastarfsemi á Norðurlandi. Með sölunni gefst okkur í Björgu Capital Management aukið tækifæri til að efla sérhæfðar fjárfestingar svo sem í fiskeldi og stórþara ásamt öðrum verkefnum og þjónustu er tengjast bláa hagkerfinu. Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur en við sjáum mikil tækifæri í því að leiða fjárfestingar, uppbyggingu og ráðgjöf hér á landi og erlendis á komandi árum, enda mikil þekking og reynsla á því sviði sem býr innan okkar raða,“ segir Jóhann.
Kaup og sala fyrirtækja Skagi Akureyri Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira