Næsta vaxtaákvörðun er í ágúst og þá verða stýrivextir búnir að vera óbreyttir í heilt ár í 9,25 prósent.
Klukkan 9.30 rökstyðja Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ákvörðun peningastefnunefndarinnar og kynna Peningamál.
Kynningin fer fram í Safnahúsinu og verður í beinni útsendingu. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan og í vaktinni.
Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.