Hugleiðingar í aðdraganda kosninga Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2024 12:32 Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun