Að endurskapa ásýndina á að vera skemmtileg vinna en ekki kvöð Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2024 07:01 Helga Ósk Hlynsdóttir, einn eigenda SERIOUS.BUSINESS í Munchen, segir algengt að þegar startup fyrirtæki fari að hasla sér völl fyrir alvöru, þurfi að hjálpa þeim að þvo af sér sprotastimpilinn. Sú vinna reyni oft á, skapi jafnvel pirring í stað skemmtilegheita, eins og vinnan á helst að gera. „Við vinnum mikið með fyrirtækjum sem eru þriggja ára og eldri. Þó enn startup fyrirtæki en oft eru þau kominn á þann stað þegar okkar vinna hefst, að þau vilja þvo af sér þennan sprotastimpil,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir hjá SEROUS.BUSINESS í München, Þýskalandi. „Því þótt það að vera startup fyrirtæki sé mjög skemmtilegt í byrjun og oft það sem hjálpar fyrirtækjunum mikið, kemur að því að það er farið að hasla sér völl á nýjum mörkuðum í heiminum og jafnvel að reyna að ná samningum við önnur fyrirtæki og fleira. Og þá gefst það betur að vera með trausta ásýnd þar sem búið er að slípa af nýjabrumið.“ Helga er ein af þeim sem tekur þátt í panelumræðum sem fram fara 13.-17.maí þegar íslenska Innovation Week er haldin. Hún fer fram víðs vegar um borgina og nánar má sjá um dagskránna HÉR. Í tilefni af íslensku Innovation Week fjallar Atvinnulífið um nýsköpun og tengda viðburðarviku. Ekki skapa þér aukavinnu og álag Helga er ein fjögurra eigenda SERIOUS.BUSINESS, en hún segir eigendahópinn afar fjölbreyttan: Hún er frá Íslandi, einn stofnandinn frá Þýskalandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Mexíkó. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og þá var hópurinn staðsettur í heild sinni í Munich. „Í dag teljum við frá um 15-22 manna teymi sem erum að vinna fyrir SERIOUS.BUSINESS og við komum víðs vegar að. Það hefur líka alltaf reynst okkur mjög vel að vera svona fjölbreyttur hópur vegna þess að eitt af því sem við sérhæfum okkur í er að skapa vörumerki sem tala sterkt til þeirra markaðssvæða sem verið er að ná til hverju sinni.“ Í ljósi þess að það nánast fyrirfinnst ekki íslenskt nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi sem ekki ætlar sér að hasla sér völl erlendis, er ekki úr vegi að skyggnast í reynsluheim Helgu, enda segir hún SERIOUS.BUSINESS nú hafa starfað með yfir hundrað fyrirtækjum víðs vegar um heiminn og unnið til fjölda verðlauna. „Auðvitað höfum við oft unnið með startup fyrirtækjum sem eru yngri en þriggja ára. Hins vegar eru þau flest þriggja ára eða eldri, því þá eru fleiri fyrirtæki komin á þann stað að þau eru búin að sanna sig og í þeim vaxtarfasa að þurfa jafnvel að endurskapa sitt eigið vörumerki til þess að ná meiri árangri.“ Á ensku er talað um ,,branding,“ sem Helga segir þó ná til allra lykilþátta í rekstrinum. „Það þarf að fara í gegnum alla þætti. Ekki aðeins markaðsmálin og ásýndina, skilaboðin eða markmiðin heldur líka það sem snýr að gildum fyrirtækisins, að þau séu öllum skýr og að vinnustaðamenningin sé í takt við þá ásýnd sem ætlunin er að skapa fyrir vöruna,“ segir Helga og bætir við: Gallinn er sá að mörg fyrirtæki hefja þessa vegferð sjálf en enda með að rekast á veggi, þar sem allir eru jafnvel orðnir þreyttir og pirraðir. Það er einfaldlega vegna þess að vinnan á bakvið uppbyggingu vörumerkis er það viðamikil að á endanum eru frumkvöðlarnir að skapa sjálfum sér og öðrum 20% vinnu til viðbótar við þá miklu vinnu sem flestir eru að inna af hendi þegar.“ Eigendahópur SERIOUS BUSINESS kemur úr ólíkum áttum því meðeigendur Helgu að fyrirtækinu eru frá Þýskalandi, Svíþjóð og Mexíkó. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og síðan þá hefur fyrirtækið unnið með yfir 100 startup fyrirtækjum, flestum þriggja ára og eldri. Gjörólík skilaboð fyrir sömu vöruna Það er af nægu að taka þegar kemur að góðum ráðum frá Helgu. „Við mælum til dæmis alltaf með því að varan eða fyrirtækið heiti ekki nafni frumkvöðulsins. Því það dregur úr sölumöguleikunum ef sú staða kemur upp síðar að það á að selja vörumerkið og eins er ágætt að hafa í huga að í öllum rekstri getur brugðið til beggja vona.“ Annað sem hún segir SERIOUS.BUSINESS líka leggja áherslu á er að rýna í hvern markað fyrir sig og gera ekki ráð fyrir því að sömu skilaboðin virki alls staðar. Sem dæmi tekur hún hollenskt startup fyrirtæki sem SERIOUS.BUSINESS hefur starfað með. Starfsemi fyrirtækisins felur í sér að fólk geti leigt sér mismunandi bíla eftir því hver þörfin er hverju sinni. „Sem þýðir að þú getur verið með húsbíl um helgar, lítinn borgarbíl til að keyra í og úr vinnu en síðan fjölskyldubíl þegar ætlunin er að fara með maka og börn í skemmtigarðinn. Þessu startup fyrirtæki var að ganga vel í Hollandi, en þegar þau reyndu fyrir sér í Þýskalandi var staðan allt önnur og ekkert gekk.“ Skýringin segir Helga einfaldlega hafa verið að þarna skorti skilning á því hvernig Þjóðverjar hugsa allt öðru vísi um allt sem tengist bíla en Hollendingar. „Þjóðverjar eru afar sterk bílaþjóð og í hugum Þjóðverja táknar bíllinn frelsi. Á meðan Hollendingar eru alls ekki mikil bílaþjóð. Þar er hins vegar sterk hjólamenning og mikil áhersla lögð á deilihagkerfið með sjálfbærni og umhverfismálin í huga.“ Þessi ólíku viðhorf gerðu það að verkum að skilaboðin sem gengu vel í Hollandi, náðu einfaldlega ekki í gegn í Þýskalandi. „Þegar við vorum búin að fara í gegnum þetta og í raun endurskapa vörumerkið þannig að það gæti talað mismunandi tungumál eftir því við hvaða markhóp er verið að tala, fóru hjólin að snúast. Þessi vinna skilaði sér líka í því að skilaboðin sem virkuðu í Þýskalandi snerust öll um að með því að leigja bíla af þeim, væru Þjóðverjar að skapa sér enn meira og miklu meira frelsi en nokkru sinni fyrr. Allt væri hægt með frelsinu til að skipta um bílategundir!“ Ekki skýra fyrirtækið í höfuðið á frumkvöðlinum og reyndu ekki að koma vörunni þinni á framfæri á nýjum mörkuðum með sömu skilaboðum og virka annars staðar. Helga tekur skemmtilegt dæmi um hollenskt fyrirtæki sem skildi ekkert í því í fyrstu, hvers vegna starfsemin gekk svona vel í Hollandi, en síðan hvorki gekk né rak í Þýskalandi. Algengt að endurskapa ásýndina Helga segir stærsta viðfangsefnið þó alltaf felast í því að byggja upp traust fyrir vöruna sem verið er að selja. Neytendur og viðskiptavinir þurfi að upplifa það traust, þótt skilaboðin geti verið ólík. „Ásýndin þarf samt alltaf að vera það sterk að hvar svo sem þú ert, upplifi allir að þú sért með trausta vöru, traust fyrirtæki og að verið sé að vökva þessa vöru og sinna því vel.“ Þetta hljómi kannski einfalt en sé það ekki. Enda sé svo margt að gerast í heiminum og margt að breytast svo hratt. „Ég get nefnt fyrirtækið okkar SERIOUS.BUSINESS sem dæmi. Þegar við byrjuðum að vinna, vorum við öll staðsett í München þótt við kæmum frá mismunandi löndum. Og vorum mjög stolt af því enda mjög gott að vinna í Þýskalandi því þar eru ferlar mjög skýrir, skipulag mjög gott og allir með allt á hreinu.“ Síðan kom Covid. „Það sem breyttist hjá okkur þá var að við fórum að vinna vinnuna okkar héðan og þaðan og sú er reyndin enn. Því eftir Covid höfum við aldrei horft til baka, fjarvinna hópsins er að gefa miklu meiri möguleika og á endanum vorum við sem rekstur farin að borga leigu fyrir tóma skrifstofu.“ Helga segir einmitt að eitt af einkennum startup fyrirtækja sé að þegar þau fara að sanna sig og hjólin fara að snúast, þá sé oft svo margt breytt frá því hvernig það var þegar farið var af stað. „Þá er mikilvægt að vörumerkjaásýndin sé mjög sterk og aðskilin þeim sem hafa verið í forsvari fyrir fyrirtækið eða að skapa vöruna í upphafi. Því varan þarf alltaf að vera svo sterk ein og sér að hún geti vaxið. Til dæmis skapað fleiri vörutegundir undir sama nafni, eða náð árangri á nýjum og stærri markaðssvæðum.“ Til þess að þetta sé hægt, þurfi að rýna í heildina með „branding“ í huga. „Okkar reynsla er sú að startup fyrirtæki eigi það til að vanmeta vinnuna við vörumerkjaásýndina, hversu miklu máli það skiptir að vera með skýra strategíu í því hvernig hún á að virka til langs tíma.“ Þar segir hún það gefast við að vinna með fjölmennu og fjölbreyttu teymi, sem kemur að borði með jafnvel allt aðra sýn en forsvarsmennirnir sjálfir í startup fyrirtækinu. Enda á þessi vinna ekki að vera kvöð. Hún á að vera skemmtileg en það er erfiðara að hún verði það þegar ekki er unnið með fagfólk sem er sérhæft í þessum vörumerkjamálum og hefur þekkingu og teymi til þess að vinna að þeim málum sérstaklega.“ Að mati Helgu er það því fyrst og fremst vörumerkjaásýndin sem á endanum segir til um það hversu vel gengur síðar og til langs tíma. „Rúsínan í pylsuendanum er síðan að skapa þannig kúltúr á vinnustaðnum að vörumerkið og teymiskúltúrinn haldist í hendur þegar breytingaferlið er innleitt, gildin og svo framvegis. Því ekkert fyrirtæki nær árangri án mannauðs og það er ekkert síður mikilvægt að ásýnd vinnustaðarins sé sömuleiðis það traust og góð að þar vilji hæfileikaríkasta fólkið starfa.“ Auglýsinga- og markaðsmál Nýsköpun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00 Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Því þótt það að vera startup fyrirtæki sé mjög skemmtilegt í byrjun og oft það sem hjálpar fyrirtækjunum mikið, kemur að því að það er farið að hasla sér völl á nýjum mörkuðum í heiminum og jafnvel að reyna að ná samningum við önnur fyrirtæki og fleira. Og þá gefst það betur að vera með trausta ásýnd þar sem búið er að slípa af nýjabrumið.“ Helga er ein af þeim sem tekur þátt í panelumræðum sem fram fara 13.-17.maí þegar íslenska Innovation Week er haldin. Hún fer fram víðs vegar um borgina og nánar má sjá um dagskránna HÉR. Í tilefni af íslensku Innovation Week fjallar Atvinnulífið um nýsköpun og tengda viðburðarviku. Ekki skapa þér aukavinnu og álag Helga er ein fjögurra eigenda SERIOUS.BUSINESS, en hún segir eigendahópinn afar fjölbreyttan: Hún er frá Íslandi, einn stofnandinn frá Þýskalandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Mexíkó. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og þá var hópurinn staðsettur í heild sinni í Munich. „Í dag teljum við frá um 15-22 manna teymi sem erum að vinna fyrir SERIOUS.BUSINESS og við komum víðs vegar að. Það hefur líka alltaf reynst okkur mjög vel að vera svona fjölbreyttur hópur vegna þess að eitt af því sem við sérhæfum okkur í er að skapa vörumerki sem tala sterkt til þeirra markaðssvæða sem verið er að ná til hverju sinni.“ Í ljósi þess að það nánast fyrirfinnst ekki íslenskt nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi sem ekki ætlar sér að hasla sér völl erlendis, er ekki úr vegi að skyggnast í reynsluheim Helgu, enda segir hún SERIOUS.BUSINESS nú hafa starfað með yfir hundrað fyrirtækjum víðs vegar um heiminn og unnið til fjölda verðlauna. „Auðvitað höfum við oft unnið með startup fyrirtækjum sem eru yngri en þriggja ára. Hins vegar eru þau flest þriggja ára eða eldri, því þá eru fleiri fyrirtæki komin á þann stað að þau eru búin að sanna sig og í þeim vaxtarfasa að þurfa jafnvel að endurskapa sitt eigið vörumerki til þess að ná meiri árangri.“ Á ensku er talað um ,,branding,“ sem Helga segir þó ná til allra lykilþátta í rekstrinum. „Það þarf að fara í gegnum alla þætti. Ekki aðeins markaðsmálin og ásýndina, skilaboðin eða markmiðin heldur líka það sem snýr að gildum fyrirtækisins, að þau séu öllum skýr og að vinnustaðamenningin sé í takt við þá ásýnd sem ætlunin er að skapa fyrir vöruna,“ segir Helga og bætir við: Gallinn er sá að mörg fyrirtæki hefja þessa vegferð sjálf en enda með að rekast á veggi, þar sem allir eru jafnvel orðnir þreyttir og pirraðir. Það er einfaldlega vegna þess að vinnan á bakvið uppbyggingu vörumerkis er það viðamikil að á endanum eru frumkvöðlarnir að skapa sjálfum sér og öðrum 20% vinnu til viðbótar við þá miklu vinnu sem flestir eru að inna af hendi þegar.“ Eigendahópur SERIOUS BUSINESS kemur úr ólíkum áttum því meðeigendur Helgu að fyrirtækinu eru frá Þýskalandi, Svíþjóð og Mexíkó. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og síðan þá hefur fyrirtækið unnið með yfir 100 startup fyrirtækjum, flestum þriggja ára og eldri. Gjörólík skilaboð fyrir sömu vöruna Það er af nægu að taka þegar kemur að góðum ráðum frá Helgu. „Við mælum til dæmis alltaf með því að varan eða fyrirtækið heiti ekki nafni frumkvöðulsins. Því það dregur úr sölumöguleikunum ef sú staða kemur upp síðar að það á að selja vörumerkið og eins er ágætt að hafa í huga að í öllum rekstri getur brugðið til beggja vona.“ Annað sem hún segir SERIOUS.BUSINESS líka leggja áherslu á er að rýna í hvern markað fyrir sig og gera ekki ráð fyrir því að sömu skilaboðin virki alls staðar. Sem dæmi tekur hún hollenskt startup fyrirtæki sem SERIOUS.BUSINESS hefur starfað með. Starfsemi fyrirtækisins felur í sér að fólk geti leigt sér mismunandi bíla eftir því hver þörfin er hverju sinni. „Sem þýðir að þú getur verið með húsbíl um helgar, lítinn borgarbíl til að keyra í og úr vinnu en síðan fjölskyldubíl þegar ætlunin er að fara með maka og börn í skemmtigarðinn. Þessu startup fyrirtæki var að ganga vel í Hollandi, en þegar þau reyndu fyrir sér í Þýskalandi var staðan allt önnur og ekkert gekk.“ Skýringin segir Helga einfaldlega hafa verið að þarna skorti skilning á því hvernig Þjóðverjar hugsa allt öðru vísi um allt sem tengist bíla en Hollendingar. „Þjóðverjar eru afar sterk bílaþjóð og í hugum Þjóðverja táknar bíllinn frelsi. Á meðan Hollendingar eru alls ekki mikil bílaþjóð. Þar er hins vegar sterk hjólamenning og mikil áhersla lögð á deilihagkerfið með sjálfbærni og umhverfismálin í huga.“ Þessi ólíku viðhorf gerðu það að verkum að skilaboðin sem gengu vel í Hollandi, náðu einfaldlega ekki í gegn í Þýskalandi. „Þegar við vorum búin að fara í gegnum þetta og í raun endurskapa vörumerkið þannig að það gæti talað mismunandi tungumál eftir því við hvaða markhóp er verið að tala, fóru hjólin að snúast. Þessi vinna skilaði sér líka í því að skilaboðin sem virkuðu í Þýskalandi snerust öll um að með því að leigja bíla af þeim, væru Þjóðverjar að skapa sér enn meira og miklu meira frelsi en nokkru sinni fyrr. Allt væri hægt með frelsinu til að skipta um bílategundir!“ Ekki skýra fyrirtækið í höfuðið á frumkvöðlinum og reyndu ekki að koma vörunni þinni á framfæri á nýjum mörkuðum með sömu skilaboðum og virka annars staðar. Helga tekur skemmtilegt dæmi um hollenskt fyrirtæki sem skildi ekkert í því í fyrstu, hvers vegna starfsemin gekk svona vel í Hollandi, en síðan hvorki gekk né rak í Þýskalandi. Algengt að endurskapa ásýndina Helga segir stærsta viðfangsefnið þó alltaf felast í því að byggja upp traust fyrir vöruna sem verið er að selja. Neytendur og viðskiptavinir þurfi að upplifa það traust, þótt skilaboðin geti verið ólík. „Ásýndin þarf samt alltaf að vera það sterk að hvar svo sem þú ert, upplifi allir að þú sért með trausta vöru, traust fyrirtæki og að verið sé að vökva þessa vöru og sinna því vel.“ Þetta hljómi kannski einfalt en sé það ekki. Enda sé svo margt að gerast í heiminum og margt að breytast svo hratt. „Ég get nefnt fyrirtækið okkar SERIOUS.BUSINESS sem dæmi. Þegar við byrjuðum að vinna, vorum við öll staðsett í München þótt við kæmum frá mismunandi löndum. Og vorum mjög stolt af því enda mjög gott að vinna í Þýskalandi því þar eru ferlar mjög skýrir, skipulag mjög gott og allir með allt á hreinu.“ Síðan kom Covid. „Það sem breyttist hjá okkur þá var að við fórum að vinna vinnuna okkar héðan og þaðan og sú er reyndin enn. Því eftir Covid höfum við aldrei horft til baka, fjarvinna hópsins er að gefa miklu meiri möguleika og á endanum vorum við sem rekstur farin að borga leigu fyrir tóma skrifstofu.“ Helga segir einmitt að eitt af einkennum startup fyrirtækja sé að þegar þau fara að sanna sig og hjólin fara að snúast, þá sé oft svo margt breytt frá því hvernig það var þegar farið var af stað. „Þá er mikilvægt að vörumerkjaásýndin sé mjög sterk og aðskilin þeim sem hafa verið í forsvari fyrir fyrirtækið eða að skapa vöruna í upphafi. Því varan þarf alltaf að vera svo sterk ein og sér að hún geti vaxið. Til dæmis skapað fleiri vörutegundir undir sama nafni, eða náð árangri á nýjum og stærri markaðssvæðum.“ Til þess að þetta sé hægt, þurfi að rýna í heildina með „branding“ í huga. „Okkar reynsla er sú að startup fyrirtæki eigi það til að vanmeta vinnuna við vörumerkjaásýndina, hversu miklu máli það skiptir að vera með skýra strategíu í því hvernig hún á að virka til langs tíma.“ Þar segir hún það gefast við að vinna með fjölmennu og fjölbreyttu teymi, sem kemur að borði með jafnvel allt aðra sýn en forsvarsmennirnir sjálfir í startup fyrirtækinu. Enda á þessi vinna ekki að vera kvöð. Hún á að vera skemmtileg en það er erfiðara að hún verði það þegar ekki er unnið með fagfólk sem er sérhæft í þessum vörumerkjamálum og hefur þekkingu og teymi til þess að vinna að þeim málum sérstaklega.“ Að mati Helgu er það því fyrst og fremst vörumerkjaásýndin sem á endanum segir til um það hversu vel gengur síðar og til langs tíma. „Rúsínan í pylsuendanum er síðan að skapa þannig kúltúr á vinnustaðnum að vörumerkið og teymiskúltúrinn haldist í hendur þegar breytingaferlið er innleitt, gildin og svo framvegis. Því ekkert fyrirtæki nær árangri án mannauðs og það er ekkert síður mikilvægt að ásýnd vinnustaðarins sé sömuleiðis það traust og góð að þar vilji hæfileikaríkasta fólkið starfa.“
Auglýsinga- og markaðsmál Nýsköpun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00 Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00
„Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00
Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01