Raðrúðubrjóturinn enn á ferð í miðborginni Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2024 11:34 Artush Adam Zarni segir málið með öllu óskiljanlegt. Hann hefur enga trú á lögreglunni, ætlar sér að leysa málið sjálfur og fara með raðrúðubrjótinn á lögreglustöðina. vísir/vilhelm Artush Adam Zarni, eigandi Just Kebab, ætlar sér að finna þann sem braut rúðurnar á stað hans Just Kebab og fara með hann á lögreglustöðina. Í nótt voru rúður brotnar á staðnum Just Kebab. Artush var mæðulegur þegar Vísir ræddi við hann nú undir hádegi en þá voru menn í óða önn að setja nýtt rúðugler í gluggana. Skemmdarvargurinn var iðinn við kolann og braut allar rúður staðarins. „Já, hann var aftur á ferð í nótt,“ segir Artush. „Sami maðurinn geri ég ráð fyrir en hann hefur komið tvisvar.“ Vísir greindi frá því og þá virtist ljóst að um væri að ræða sama aðila og hefur verið að brjóta rúður á matvöruverslun á Skólavörðustíg, ummerkin voru þau sömu. Artush segist ekki vita hver þetta er. Hann segist hafa verið á Íslandi í sjö ár og án vandræða, hann hafi ekki átt í útistöðum við neinn. „Ég er að nú að leita að þessum manni alls staðar. Og ég mun finna hann. Og fara með hann á lögreglustöðina.“ Arthush segir að lögreglan hafi verið kölluð til, hún hafi tekið skýrslu en svo ekki aðhafst neitt í málinu. Eigendur Just Kebab stóðu í ströngu í morgun, við að skipta út ónýtum rúðum í gluggum staðar síns.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Artush og gefur lögreglunni ekki háa einkunn. „Ég væri ekki að hringja í lögguna ef ég vissi hver þetta væri. Ég myndi bara fara með manninn sjálfur á lögreglustöðina. Ég mun finna hann.“ Artush segir þetta mál óskiljanlegt, mjög skrítið að hann skuli þurfa að eiga við raðrúðubrjót eða serial „window crasher“ en þessi er staðan í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30 Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Í nótt voru rúður brotnar á staðnum Just Kebab. Artush var mæðulegur þegar Vísir ræddi við hann nú undir hádegi en þá voru menn í óða önn að setja nýtt rúðugler í gluggana. Skemmdarvargurinn var iðinn við kolann og braut allar rúður staðarins. „Já, hann var aftur á ferð í nótt,“ segir Artush. „Sami maðurinn geri ég ráð fyrir en hann hefur komið tvisvar.“ Vísir greindi frá því og þá virtist ljóst að um væri að ræða sama aðila og hefur verið að brjóta rúður á matvöruverslun á Skólavörðustíg, ummerkin voru þau sömu. Artush segist ekki vita hver þetta er. Hann segist hafa verið á Íslandi í sjö ár og án vandræða, hann hafi ekki átt í útistöðum við neinn. „Ég er að nú að leita að þessum manni alls staðar. Og ég mun finna hann. Og fara með hann á lögreglustöðina.“ Arthush segir að lögreglan hafi verið kölluð til, hún hafi tekið skýrslu en svo ekki aðhafst neitt í málinu. Eigendur Just Kebab stóðu í ströngu í morgun, við að skipta út ónýtum rúðum í gluggum staðar síns.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Artush og gefur lögreglunni ekki háa einkunn. „Ég væri ekki að hringja í lögguna ef ég vissi hver þetta væri. Ég myndi bara fara með manninn sjálfur á lögreglustöðina. Ég mun finna hann.“ Artush segir þetta mál óskiljanlegt, mjög skrítið að hann skuli þurfa að eiga við raðrúðubrjót eða serial „window crasher“ en þessi er staðan í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30 Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. 3. maí 2024 10:30
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27