Forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 13:31 Agnes Björg sálfræðingur að flytja erindi á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á. Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira