Sósíalismi sem trúarbrögð Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. maí 2024 10:00 Þessi grein fjallar bæði um sósíalisma og byltingarafbrigði sósíalismans sem er almennt kallað kommúnismi. Blæbrigðamunurinn á þessum stefnum kemur innihaldi greinarinnar ekki við. Auk þess er ætlunin ekki að rekja sögu sósíalismans í smáatriðum, heldur einungis að nefna nokkrar grundvallarhugmyndir stefnunnar. Einu sinni var ég sósíalisti. Ég taldi sósíalisma vera einu leið mannkyns að auknu réttlæti. En smám saman fóru að renna á mig tvær grímur. Það rann upp fyrir mér að sósíalisminn í framkvæmd hefur hvergi leitt af sér aukið réttlæti. Þegar ég kynnti mér sögu hinna ýmsu sósíalistaríkja sá ég að þau einkenndust fyrst og fremst af skoðanakúgun og slæmum lífsskilyrðum. En líklega voru það hrópandi líkindi sósíalismans og trúarbragða sem komu mér í skilning um þá hræsni sem einkennir stefnuna. Rousseau og göfugi frumbygginn Í aldanna rás gerðu sósíalískar hugmyndir af og til vart við sig, en það var fyrst við lok átjándu aldar sem sósíalismi tók á sig mynd sem pólitísk stefna. Sósíalistar eru sérstaklega skuldbundnir ritinu Samtal um ójöfnuð eftir franska heimspekinginn Jean-Jacques Rousseau. Hann var þeirrar skoðunar að stéttaskipting væri félagslega skilyrt fyrirbæri sem væri einungis byggt á hefð. Auk þess taldi Rousseau að frumstæð samfélög hafi í eðli sínu verið göfugri en þróuð samfélög. Hann sá fyrir sér útópískt samfélag göfugra frumbyggja sem lifðu í sátt og samlyndi hver við annan. Þrátt fyrir vinsældir þessarar hugmyndar er hún umdeild innan fræðasamfélagsins. Raunar einkenndist líf frumstæðra hirðingja af stöðugum ótta við árásir villidýra, hungur, sýkingar og náttúruöflin. Auk þess voru samfélög þeirra ekki laus við stéttaskiptingu. Vísindalegar rannsóknir benda til þess að mannkynið sé líffræðilega skilyrt til að gangast undir félagslega stéttaskipt kerfi. Staðhæfing Rousseau um frumstætt stéttlaust samfélag á því meira skylt við fornar goðsagnir en raunveruleikann. Franska byltingin Árið 1789 urðu vatnaskil í sögunni. Þá kollvarpaði franska alþýðan hinu átta hundruð ára konungsveldi og afhöfðaði frönsku konungsfjölskylduna ásamt meðlimum yfirstéttarinnar. Í kjölfar byltingarinnar jókst áhugi heimspekinga og annarra fræðimanna á innri valddreifingu samfélaga og ríkja. Einn þeirra sem varð fyrir áhrifum af Frönsku byltingunni var þýski heimspekingurinn Georg Wilhelm Hegel. Árið 1807 skrifaði hann þekkta „díalektík“ um sambandið milli þrælahaldara og þræls sem hafði djúpstæð áhrif á sósíalista þess tíma. Þótt það þurfi vissulega að afnema þrælahald (sem er enn iðkað víða um heim), varð þráhyggja sósíalista fyrir „kúgaranum“ og „hinum kúguðu“ fljótt að miðpunkti heimsmyndar þeirra. Öll fjölbreytni samfélagsins féll í skugga þessarar þröngu skilgreiningar. Marxískur sósíalismi Einn þeirra sem varð fyrir áhrifum af skrifum Rousseau og Hegels var Karl Marx. Þótt Marx hafi ekki verið fyrsti sósíalistinn varð hann fljótt hugmyndafræðilegur leiðtogi stefnunnar. Marxískar hreyfingar umbyltu fjölda ríkja í stjórnarbyltingum á tuttugustu öldinni. Marxismi er guðlaus og flest marxísk ríki hafa bannað eða takmarkað iðkun trúarbragða. Orðræðan var gjarnan á þá leið að sósíalisminn myndi frelsa fólk undan ánauð trúarbragðanna. En í raun var það sósíalisminn sem hneppti fólk í ánauð. Hingað til hefur sósíalisminn í framkvæmd verið óaðgreinanlegur frá hefðbundnu alræði. Í eins flokks sósíalistaríkjum sem eru að nafninu til guðlaus (til dæmis í Norður-Kóreu, Kína og Víetnam) eru alvaldir flokksleiðtogar hinir nýju guðir. Yfirburðastaða leiðtogans og flokkselítunnar er til marks um algjört getuleysi sósíalismans við að útrýma stéttaskiptingu. Það er því lítil furða að hugmyndum sósíalista hafi verið hafnað á afgerandi hátt af lýðræðissinnuðum Vesturlandabúum. En sósíalisminn hefur frá upphafi haft þann eiginleika að geta lagað sig að stað og stund. Með hugmyndina um kúgarann og hinn kúgaða í farteskinu var sósíalisminn vel í stakk búinn að finna hlutverk fyrir hin óstýrilátu Vesturlönd. Syndafall Vesturlanda á Landafundatímabilinu Ferðir Kólumbusar til Ameríku mörkuðu upphafið að landafundunum miklu og hnattrænu nýlenduveldi nokkurra Evrópuþjóða. Það tímabil stóð sem hæst á fyrri hluta tuttugustu aldar. En í kjölfar seinni heimsstyrjaldar leið nýlendutíminn undir lok og fyrrum nýlendur hlutu sjálfstæði hver á fætur annarri. Engu að síður hafa Vesturlandabúar setið undir stöðugum ásökunum um að viðhafa „heimsvaldastefnu“ gagnvart öðrum ríkjum. Það er vart annað að sjá en að draga eigi Vesturlandabúa til ábyrgðar fyrir nýlendutímann um ókomna tíð. Það er engin tilviljun að hugmyndin um varanlega sekt Vesturlandabúa hljómi eins og trúarkredda. Hún er í raun beinþýðing á kristnu hugmyndinni um erfðasyndina. Sósíalistar telja Vesturlandabúa bera með sér eins konar „erfðasynd“ vegna nýlendutímans sem þeir munu aldrei geta friðþægt fyrir. Mannkynssagan sem áróður Öll stórveldi sögunnar, ekki aðeins Vesturlönd, hafa slegið eign sinni á fjarlæg landsvæði. Þeirra á meðal eru Rússland og Kína sem hafa enn yfirráð yfir stórum landsvæðum, raunar nýlendum, sem þau hafa aldrei veitt sjálfstæði. En það ber lítið á fordæmingu sósíalista á þessum ríkjum. Ástæðan fyrir þessum tvískinnungi er einföld: Sósíalistar hafa einsett sér að halda trúnaði við ákveðna narratífu frekar en gæta hlutleysis. Í skrifum sínum nota þeir mannkynssöguna nær eingöngu í áróðursskyni. Inntak sósíalískrar sagnfræði er oftast hægt að smætta niður í eina setningu: „Sjáið hvað vondu Vesturlandabúarnir/kapítalistarnir gerðu hérna!“ Hér er um að ræða annan skýran samnefnara milli sósíalisma og trúarbragða sem mörg hver handvelja og rangtúlka atburði úr mannkynssögunni eftir eigin hentisemi. Andmæli illa liðin Líkt og áður kom fram leggur sósíalisminn mikið upp úr flokks- og leiðtogahollustu. Þar af leiðandi eru öll andmæli illa liðin. Sá sem ítrekað andmælir leiðtogum flokksins eða efast um kennisetningar sósíalismans verður fyrir útskúfun flokkssystkina sinna. Líklega eru hreinsanir Stalíns í Sovétríkjunum grófasta dæmið um þetta, en fjöldi meðlima kommúnistaflokksins var sendur í fangabúðir og tekinn af lífi í stjórnartíð hans. Hliðstæðan við verklag sumra trúarbragða gagnvart þeim sem taldir eru villutrúarmenn eða guðlastarar ætti að vera öllum augljós. Þetta verklag leiðir óhjákvæmilega til mikillar sjálfsritskoðunar meðal sósíalista. Þeir þurfa stöðugt að vega og meta hvort þeim gæti hreinlega verið slaufað ef þeir halda sig ekki á mottunni. Barátta góðs og ills Útópísk framtíðarsýn hefur einkennt sósíalismann nánast frá upphafi. Karl Marx spáði fyrir um varanlega frelsun verkalýðsins við endalok kapítalismans. Eftirmenn hans sáu fyrir sér sameinað mannkyn undir svokölluðum heimskommúnisma. En til þess að þetta stéttlausa draumaríki gæti orðið að veruleika þyrfti að ráða niðurlögum kapítalismans, sem er talinn vera stærsta hindrunin á vegferðinni í átt að lokamarkmiðinu. Það þarf vart að taka fram að þessar hugmyndir eru eintómir draumórar. En í hugum sósíalista verður mikilvægi baráttu verkalýðsins við auðvaldið seint vanmetið. Þeir telja hana sambærilega altækri baráttu góðs og ills, sem er einmitt grundvallarhugmynd margra trúarbragða. Þótt þú skiptir um merkimiða er varan sú sama Líkt og áður kom fram líta sósíalistar niður á hefðbundin trúarbrögð. En það þýðir ekki að stefna þeirra sé eðlislega ólík trúarbrögðum. Þeir hafa skipt um merkimiða en varan er sú sama. Samfélög þeirra eru að nafninu til guðlaus en þeir hafa í raun gert leiðtoga sína að guðum. Þeir trúa á vestræna „erfðasynd“ vegna nýlendutímans. Þeir rangtúlka mannkynssöguna sér í hag. Þeir slaufa þeim sem halda sig ekki á mottunni. Þeir trúa á altæka baráttu góðs og ills. Þeir trúa á útópískt stéttlaust samfélag sem hefur aldrei verið til og mun aldrei vera til. Ég syrgi ekki að hafa misst trúna á sósíalismann. Ég sakna ekki að vera umkringdur neikvæðni gagnvart eigin menningarheimi. Ég sakna ekki sjálfsritskoðunarinnar sem er þreytandi hluti af daglegum veruleika margra sósíalista. Frelsið sem sósíalistar boða er blekking. Keisarinn er án klæða. Höfundur er fyrrverandi sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi grein fjallar bæði um sósíalisma og byltingarafbrigði sósíalismans sem er almennt kallað kommúnismi. Blæbrigðamunurinn á þessum stefnum kemur innihaldi greinarinnar ekki við. Auk þess er ætlunin ekki að rekja sögu sósíalismans í smáatriðum, heldur einungis að nefna nokkrar grundvallarhugmyndir stefnunnar. Einu sinni var ég sósíalisti. Ég taldi sósíalisma vera einu leið mannkyns að auknu réttlæti. En smám saman fóru að renna á mig tvær grímur. Það rann upp fyrir mér að sósíalisminn í framkvæmd hefur hvergi leitt af sér aukið réttlæti. Þegar ég kynnti mér sögu hinna ýmsu sósíalistaríkja sá ég að þau einkenndust fyrst og fremst af skoðanakúgun og slæmum lífsskilyrðum. En líklega voru það hrópandi líkindi sósíalismans og trúarbragða sem komu mér í skilning um þá hræsni sem einkennir stefnuna. Rousseau og göfugi frumbygginn Í aldanna rás gerðu sósíalískar hugmyndir af og til vart við sig, en það var fyrst við lok átjándu aldar sem sósíalismi tók á sig mynd sem pólitísk stefna. Sósíalistar eru sérstaklega skuldbundnir ritinu Samtal um ójöfnuð eftir franska heimspekinginn Jean-Jacques Rousseau. Hann var þeirrar skoðunar að stéttaskipting væri félagslega skilyrt fyrirbæri sem væri einungis byggt á hefð. Auk þess taldi Rousseau að frumstæð samfélög hafi í eðli sínu verið göfugri en þróuð samfélög. Hann sá fyrir sér útópískt samfélag göfugra frumbyggja sem lifðu í sátt og samlyndi hver við annan. Þrátt fyrir vinsældir þessarar hugmyndar er hún umdeild innan fræðasamfélagsins. Raunar einkenndist líf frumstæðra hirðingja af stöðugum ótta við árásir villidýra, hungur, sýkingar og náttúruöflin. Auk þess voru samfélög þeirra ekki laus við stéttaskiptingu. Vísindalegar rannsóknir benda til þess að mannkynið sé líffræðilega skilyrt til að gangast undir félagslega stéttaskipt kerfi. Staðhæfing Rousseau um frumstætt stéttlaust samfélag á því meira skylt við fornar goðsagnir en raunveruleikann. Franska byltingin Árið 1789 urðu vatnaskil í sögunni. Þá kollvarpaði franska alþýðan hinu átta hundruð ára konungsveldi og afhöfðaði frönsku konungsfjölskylduna ásamt meðlimum yfirstéttarinnar. Í kjölfar byltingarinnar jókst áhugi heimspekinga og annarra fræðimanna á innri valddreifingu samfélaga og ríkja. Einn þeirra sem varð fyrir áhrifum af Frönsku byltingunni var þýski heimspekingurinn Georg Wilhelm Hegel. Árið 1807 skrifaði hann þekkta „díalektík“ um sambandið milli þrælahaldara og þræls sem hafði djúpstæð áhrif á sósíalista þess tíma. Þótt það þurfi vissulega að afnema þrælahald (sem er enn iðkað víða um heim), varð þráhyggja sósíalista fyrir „kúgaranum“ og „hinum kúguðu“ fljótt að miðpunkti heimsmyndar þeirra. Öll fjölbreytni samfélagsins féll í skugga þessarar þröngu skilgreiningar. Marxískur sósíalismi Einn þeirra sem varð fyrir áhrifum af skrifum Rousseau og Hegels var Karl Marx. Þótt Marx hafi ekki verið fyrsti sósíalistinn varð hann fljótt hugmyndafræðilegur leiðtogi stefnunnar. Marxískar hreyfingar umbyltu fjölda ríkja í stjórnarbyltingum á tuttugustu öldinni. Marxismi er guðlaus og flest marxísk ríki hafa bannað eða takmarkað iðkun trúarbragða. Orðræðan var gjarnan á þá leið að sósíalisminn myndi frelsa fólk undan ánauð trúarbragðanna. En í raun var það sósíalisminn sem hneppti fólk í ánauð. Hingað til hefur sósíalisminn í framkvæmd verið óaðgreinanlegur frá hefðbundnu alræði. Í eins flokks sósíalistaríkjum sem eru að nafninu til guðlaus (til dæmis í Norður-Kóreu, Kína og Víetnam) eru alvaldir flokksleiðtogar hinir nýju guðir. Yfirburðastaða leiðtogans og flokkselítunnar er til marks um algjört getuleysi sósíalismans við að útrýma stéttaskiptingu. Það er því lítil furða að hugmyndum sósíalista hafi verið hafnað á afgerandi hátt af lýðræðissinnuðum Vesturlandabúum. En sósíalisminn hefur frá upphafi haft þann eiginleika að geta lagað sig að stað og stund. Með hugmyndina um kúgarann og hinn kúgaða í farteskinu var sósíalisminn vel í stakk búinn að finna hlutverk fyrir hin óstýrilátu Vesturlönd. Syndafall Vesturlanda á Landafundatímabilinu Ferðir Kólumbusar til Ameríku mörkuðu upphafið að landafundunum miklu og hnattrænu nýlenduveldi nokkurra Evrópuþjóða. Það tímabil stóð sem hæst á fyrri hluta tuttugustu aldar. En í kjölfar seinni heimsstyrjaldar leið nýlendutíminn undir lok og fyrrum nýlendur hlutu sjálfstæði hver á fætur annarri. Engu að síður hafa Vesturlandabúar setið undir stöðugum ásökunum um að viðhafa „heimsvaldastefnu“ gagnvart öðrum ríkjum. Það er vart annað að sjá en að draga eigi Vesturlandabúa til ábyrgðar fyrir nýlendutímann um ókomna tíð. Það er engin tilviljun að hugmyndin um varanlega sekt Vesturlandabúa hljómi eins og trúarkredda. Hún er í raun beinþýðing á kristnu hugmyndinni um erfðasyndina. Sósíalistar telja Vesturlandabúa bera með sér eins konar „erfðasynd“ vegna nýlendutímans sem þeir munu aldrei geta friðþægt fyrir. Mannkynssagan sem áróður Öll stórveldi sögunnar, ekki aðeins Vesturlönd, hafa slegið eign sinni á fjarlæg landsvæði. Þeirra á meðal eru Rússland og Kína sem hafa enn yfirráð yfir stórum landsvæðum, raunar nýlendum, sem þau hafa aldrei veitt sjálfstæði. En það ber lítið á fordæmingu sósíalista á þessum ríkjum. Ástæðan fyrir þessum tvískinnungi er einföld: Sósíalistar hafa einsett sér að halda trúnaði við ákveðna narratífu frekar en gæta hlutleysis. Í skrifum sínum nota þeir mannkynssöguna nær eingöngu í áróðursskyni. Inntak sósíalískrar sagnfræði er oftast hægt að smætta niður í eina setningu: „Sjáið hvað vondu Vesturlandabúarnir/kapítalistarnir gerðu hérna!“ Hér er um að ræða annan skýran samnefnara milli sósíalisma og trúarbragða sem mörg hver handvelja og rangtúlka atburði úr mannkynssögunni eftir eigin hentisemi. Andmæli illa liðin Líkt og áður kom fram leggur sósíalisminn mikið upp úr flokks- og leiðtogahollustu. Þar af leiðandi eru öll andmæli illa liðin. Sá sem ítrekað andmælir leiðtogum flokksins eða efast um kennisetningar sósíalismans verður fyrir útskúfun flokkssystkina sinna. Líklega eru hreinsanir Stalíns í Sovétríkjunum grófasta dæmið um þetta, en fjöldi meðlima kommúnistaflokksins var sendur í fangabúðir og tekinn af lífi í stjórnartíð hans. Hliðstæðan við verklag sumra trúarbragða gagnvart þeim sem taldir eru villutrúarmenn eða guðlastarar ætti að vera öllum augljós. Þetta verklag leiðir óhjákvæmilega til mikillar sjálfsritskoðunar meðal sósíalista. Þeir þurfa stöðugt að vega og meta hvort þeim gæti hreinlega verið slaufað ef þeir halda sig ekki á mottunni. Barátta góðs og ills Útópísk framtíðarsýn hefur einkennt sósíalismann nánast frá upphafi. Karl Marx spáði fyrir um varanlega frelsun verkalýðsins við endalok kapítalismans. Eftirmenn hans sáu fyrir sér sameinað mannkyn undir svokölluðum heimskommúnisma. En til þess að þetta stéttlausa draumaríki gæti orðið að veruleika þyrfti að ráða niðurlögum kapítalismans, sem er talinn vera stærsta hindrunin á vegferðinni í átt að lokamarkmiðinu. Það þarf vart að taka fram að þessar hugmyndir eru eintómir draumórar. En í hugum sósíalista verður mikilvægi baráttu verkalýðsins við auðvaldið seint vanmetið. Þeir telja hana sambærilega altækri baráttu góðs og ills, sem er einmitt grundvallarhugmynd margra trúarbragða. Þótt þú skiptir um merkimiða er varan sú sama Líkt og áður kom fram líta sósíalistar niður á hefðbundin trúarbrögð. En það þýðir ekki að stefna þeirra sé eðlislega ólík trúarbrögðum. Þeir hafa skipt um merkimiða en varan er sú sama. Samfélög þeirra eru að nafninu til guðlaus en þeir hafa í raun gert leiðtoga sína að guðum. Þeir trúa á vestræna „erfðasynd“ vegna nýlendutímans. Þeir rangtúlka mannkynssöguna sér í hag. Þeir slaufa þeim sem halda sig ekki á mottunni. Þeir trúa á altæka baráttu góðs og ills. Þeir trúa á útópískt stéttlaust samfélag sem hefur aldrei verið til og mun aldrei vera til. Ég syrgi ekki að hafa misst trúna á sósíalismann. Ég sakna ekki að vera umkringdur neikvæðni gagnvart eigin menningarheimi. Ég sakna ekki sjálfsritskoðunarinnar sem er þreytandi hluti af daglegum veruleika margra sósíalista. Frelsið sem sósíalistar boða er blekking. Keisarinn er án klæða. Höfundur er fyrrverandi sósíalisti.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun