Palestína fær aukna þáttöku á allsherjarþingi SÞ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 20:56 Fastanefnd Palestínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kjölfar atkvæðagreiðslu í gær. Getty Ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á neyðarfundi þingsins í dag. Ísland kaus með ályktuninni Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira