Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 10:18 Andri Lucas Guðjohnsen er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem hjálpar honum með næstu skref í atvinnumennskunni. Vísir/Samsett mynd Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni. Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni.
Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01
Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00