„Höfum ekki haft neitt svigrúm til að gera mistök“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. maí 2024 23:01 Mikel Arteta kampakátur. Getty/Marc Atkins Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var sáttur með 0-1 sigur á Old Trafford í dag en vill þó ekki leyfa sér að fagna um of strax. „Ég er virkilega ánægður með úrslitin enda er allt undir. Við höfum ekki haft neitt svigrúm til að gera mistök alveg síðan í janúar. Við höfum þurft að halda áfram að vinna og vinna leiki burtséð frá hvað önnur lið hafa verið að gera.“ Leikmenn Manchester United gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að jafna leikinn undir lokin en jafntefli hefði þýtt að titilvon Arsenal hefði gufað upp. „Ég var mjög stressaður því við vissum hvað jafntefli myndi þýða. Mér fannst liðið vera á góðum stað fyrir leik og við byrjuðum leikinn vel með því að skora. En svo fórum við að spila varfærnislega og reyna að verja forskotið og vorum ekki sjálfum okkur líkir og mér líkaði það ekki. En við vörðumst vel og eftir að við náðum réttum takti í vörnina vorum við frábærir.“ Hann sagði að allir gerðu sér grein fyrir hvað væri í húfi fyrir lokaleikinn gegn Everton á sunnudaginn í næstu viku. „Það eru allir iðandi í skinninu. Við viljum fá að upplifa þetta augnablik saman en við þurfum líka að vinna fyrir því. Að eiga möguleika á að vinna deildina er partur af okkar ferðalagi. Við munum undirbúa okkur fyrir leikinn á hefðbundinn hátt eins og í hverri viku, reyna að vera á góðum stað og gera okkar besta til að leggja Everton að velli.“ Aðspurður hvort hann myndi halda með erkifjendunum í Tottenham þegar liðið tekur á móti Manchester City á þriðjudaginn fór hann undan í flæmingi. „Við vitum að við þurfum á því að halda [að þeir vinni] og að þeir eru mjög erfitt lið að spila við. Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum svo að vonandi geta þeir náð í sigur.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með úrslitin enda er allt undir. Við höfum ekki haft neitt svigrúm til að gera mistök alveg síðan í janúar. Við höfum þurft að halda áfram að vinna og vinna leiki burtséð frá hvað önnur lið hafa verið að gera.“ Leikmenn Manchester United gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að jafna leikinn undir lokin en jafntefli hefði þýtt að titilvon Arsenal hefði gufað upp. „Ég var mjög stressaður því við vissum hvað jafntefli myndi þýða. Mér fannst liðið vera á góðum stað fyrir leik og við byrjuðum leikinn vel með því að skora. En svo fórum við að spila varfærnislega og reyna að verja forskotið og vorum ekki sjálfum okkur líkir og mér líkaði það ekki. En við vörðumst vel og eftir að við náðum réttum takti í vörnina vorum við frábærir.“ Hann sagði að allir gerðu sér grein fyrir hvað væri í húfi fyrir lokaleikinn gegn Everton á sunnudaginn í næstu viku. „Það eru allir iðandi í skinninu. Við viljum fá að upplifa þetta augnablik saman en við þurfum líka að vinna fyrir því. Að eiga möguleika á að vinna deildina er partur af okkar ferðalagi. Við munum undirbúa okkur fyrir leikinn á hefðbundinn hátt eins og í hverri viku, reyna að vera á góðum stað og gera okkar besta til að leggja Everton að velli.“ Aðspurður hvort hann myndi halda með erkifjendunum í Tottenham þegar liðið tekur á móti Manchester City á þriðjudaginn fór hann undan í flæmingi. „Við vitum að við þurfum á því að halda [að þeir vinni] og að þeir eru mjög erfitt lið að spila við. Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum svo að vonandi geta þeir náð í sigur.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn