Breytum reiði í gleði Natan Kolbeinsson skrifar 13. maí 2024 10:01 Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. Út í heimi sáum við hvernig fólk sem kenndi útlendingum og minnihlutahópum fyrir það hvernig fór sækja í sig veðrið og komast á þing víða. Nú 14 árum seinna er aftur mikil reiði í samfélaginu og fólkið sem komst á þing víða um heim kennandi öðrum um vandamál okkar eru nú komin í valdastöður.Þegar reiðin erlendis fór í þá átt að kenna öðrum um náði Jón Gnarr að beisla reiðina og breytti henni í gleði og gaman með Besta flokknum. Við sluppum við það að reiðin breyttist í hatur hér á landi og núna getum við gert það aftur því hann er í framboði til forseta lýðveldsins!Gleði er nefnilega eitt sterkasta vopnið gegn reiði og þar keppir Jón í algjörum sérflokki. Hann hefur ekki bara fengið okkur til að hlæja í áratugi heldur reynsluna að breyta reiði í gleði og það er það sem við þurfum svo sárlega á að halda núna.Ég er búinn að fá nóg af þessari reiði og búinn að fá nóg af þessum leiðindum sem fylgja henni. Ég vil sjá meiri gleði og gaman í samfélaginu. Ég vil að rödd lista og sköpunar fái að heyrast í stjórnkerfinu. Ég vil Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands.Ég grátbið ykkur því um að kjósa þennan miðaldra mann!Höfundur er áhugamaður um gleði og gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Natan Kolbeinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. Út í heimi sáum við hvernig fólk sem kenndi útlendingum og minnihlutahópum fyrir það hvernig fór sækja í sig veðrið og komast á þing víða. Nú 14 árum seinna er aftur mikil reiði í samfélaginu og fólkið sem komst á þing víða um heim kennandi öðrum um vandamál okkar eru nú komin í valdastöður.Þegar reiðin erlendis fór í þá átt að kenna öðrum um náði Jón Gnarr að beisla reiðina og breytti henni í gleði og gaman með Besta flokknum. Við sluppum við það að reiðin breyttist í hatur hér á landi og núna getum við gert það aftur því hann er í framboði til forseta lýðveldsins!Gleði er nefnilega eitt sterkasta vopnið gegn reiði og þar keppir Jón í algjörum sérflokki. Hann hefur ekki bara fengið okkur til að hlæja í áratugi heldur reynsluna að breyta reiði í gleði og það er það sem við þurfum svo sárlega á að halda núna.Ég er búinn að fá nóg af þessari reiði og búinn að fá nóg af þessum leiðindum sem fylgja henni. Ég vil sjá meiri gleði og gaman í samfélaginu. Ég vil að rödd lista og sköpunar fái að heyrast í stjórnkerfinu. Ég vil Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands.Ég grátbið ykkur því um að kjósa þennan miðaldra mann!Höfundur er áhugamaður um gleði og gaman.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar