ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 07:45 Hákon Örn Hjálmarsson er fyrirliði ÍR-liðsins. Hann hélt áfram að spila með liðinu og fram undan er tímabili í Subway deildinni á næstu leiktíð. Vísir/Bára ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa) Subway-deild karla ÍR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
ÍR-ingar fylgja því KR-ingum upp í úrvalsdeildina en KR fór beint upp eftir að hafa unnið deildina. Liðin féllu bæði óvænt í fyrravor, aðeins fjórum árum eftir að þau léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þau voru aftur á móti snögg að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. KR hafði betur eftir hörku baráttu um deildarmeistaratitilinn en ÍR-ingar sýndu styrk sinn í úrslitakeppninni. 🤍💙 https://t.co/YVHOOlNxMM— ÍR Körfubolti (@irkarfa) May 13, 2024 ÍR vann alla níu leiki sína í úrslitakeppninni, unnu Selfoss 3-0 í átta liða úrslitunum, Þór Akureyri 3-0 í undanúrslitunum og loks Sindra 3-0 í úrslitaeinvíginu. ÍR vann fyrsta leik úrslitaeinvígisins með átta stigum (83-75), leik tvö á Hornafirði með tólf stigum (85-73) og loks þriðja leikinn í Mjóddinni í gær með 34 stigum (109-75). Ísak Máni Wíum er þjálfari ÍR-liðsins en hann er aðeins 24 ára gamall.Vísir/Bára ÍR hafði ekki spilað í 1. deildinni í næstum því aldarfjórðung eða síðan liðið var þar tímabilið 1999-2000. Hákon Hjálmarsson, hélt tryggð við sitt félag, og leiddi liðið upp í efstu deild á ný. Hann skoraði 18 stig í leiknum í gær en var með 14 stig og 10 stoðsendingar í leiknum á undan. Collin Pryor spilaði einnig áfram með liðinu en hann var með 17 stig og 10 fráköst í gær. Þá hefur hinn ungi Friðrik Leó Curtis haldið áfram að vaxa og dafna í vetur en þessi 210 sentimetra strákur var með 18 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum í gær. Hinn 24 ára gamli Ísak Máni Wíum hélt einnig áfram þjálfun liðsins og skilaði sínu félagi aftur upp í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt var. View this post on Instagram A post shared by ÍR (@irkarfa)
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira