Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 09:29 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka. Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í skýrslu nefndarinnar, sem var birt í dag, segir að aðrar orsakir slyssins hafi meðal annars verið of mikill hraði. Samkvæmt meðalhraðaútreikningum skömmu fyrir slysið, byggðum á gögnum úr farsíma ökumanns, hafi bifreiðinni verið ekið á um 114 kílómetra hraða á 3,9 kílómetra löngum kafla á Þrengslavegi. Samkvæmt hraðaútreikningi á grundvelli slysaferilsins hafi henni verið ekið á 142 ± 11 kílómetra hraða þegar hún fór út fyrir veg. Setur út á aðstæður Sem áður segir varð slysið á Þrengslavegi á Suðurlandi. Í skýrslu nefndarinnar segir að bílnum hafi verið ekið í norðausturátt, farið út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Í skýrslunni segir að á slysstað hafi verið nýlegt malbik á yfirborði vegarins. Hvorki hefði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né hefðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig hafi ekki verið búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Búið hafi verið að fræsa rifflur í miðlínu vegarins. Vísað er í skýrslu Hnits verkfræðistofu þar sem segir að rannsóknir hafi sýnt að þar sem rifflur eru á yfirborði vega fækki slysum ávallt, um allt að sjötíu prósent. „Sennilegt er að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið, en fram kom við rannsókn slyssins að sennilega var ökumaður ekki með fulla athygli á akstrinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt. Fékk skilaboð rétt fyrir slysið Í skýrslu nefndarinnar segir að á um sextán mínútna tímabili, fyrir slysið, hafi ökumaðurinn sent nokkur skilaboð úr síma sínum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu, klukkan 08:38:46, hafi ökumanni borist margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringi sjálfkrafa í Neyðarlínu tuttugu sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. „Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð.“ Þá segir einnig í skýrslunni að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti. Hann hafi kastast um nítján metra frá bílnum og hlotið við það banvæna áverka.
Samgönguslys Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira