Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar.
Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi.
Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins.
Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi.
Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar.