Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:53 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að afsökunarbeiðni sem borgarstjórn sendi út í haust í kjölfar niðurstöðu Vöggustofunefndar gildi líka um aðstandendur barnanna sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. Kona sem missti barn sitt án samráðs á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1973 fór fram á í fréttum Stöðvar 2 í gær að Reykjavíkurborg og opinberir aðilar sem komu að hennar máli á sínum tíma biðji sig og aðra aðstandendur barna sem voru í svipaðri stöðu, afsökunar. Svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að afsökunarbeiðni sem borgarstjórn sendi út í haust í kjölfar niðurstöðu Vöggustofunefndar gildi líka um aðstandendur barnanna sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. „Niðurstaða vöggustofunefndar sem rannsakaði málið var ótvíræð. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn ályktaði einróma 17. október sl. og bað bæði börnin sem voru vistuð á vöggustofum og fjölskyldur þeirra, mæður og feður afsökunar á þeirri illu meðferð sem var lýst í skýrslu vöggustofunefndarinnar. Ég ítreka hér með afsökunarbeiðni borgarstjórnarstjórnar til allra þeirra sem málið snertir,“ segir Einar. Vonar að Alþingi samþykki sanngirnisbætur Borgarstjórn tók einnig undir með vöggustofunefnd um hugsanlegar skaðabótagreiðslur til þeirra sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn. Frumvarp um sanngirnisbætur hefur hins vegar farið marga hringi hjá Allsherjar- og menntamálanefnd síðustu mánuði. Einar kveður mikilvægt að málið nái fram að ganga. „Ég vona að þetta mál fái þann farsæla endi að þeir einstaklingar sem um ræðir fái sanngjarnar bætur. Ég tel mikilvægt að Alþingi ákveði almennt verklag um hvernig sanngirnisbætur skuli greiddar. Það þarf líka að vera til staðar hvati fyrir sveitarfélög að rannsaka mál þar sem grunur kemur upp um illa meðferð svo þau þurfi ekki að óttast að slíkum rannsóknum og niðurstöðum þeirra fylgi mikil fjárútlát. Þetta er einfaldlega þannig að við verðum að hafa kjark til að horfast í augu við söguna,“ segir Einar. Aðstandendur geti óskað eftir sálfræðiaðstoð Borgarráð ákvað einnig síðasta haust að bjóða fólki sem var vistað sem börn á vöggustofum sálfræðiaðstoð. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá borginni um hversu margir hefði nýtt sér þessa aðstoð og hvort hún væri einnig í boði fyrir aðstandendur barnanna. Í svari borgarinnar kemur fram að öll vöggustofubörn sem höfðu samband og féllu innan samþykktar hafi fengið sálfræðiþjónustu, alls 86 manns. Engir foreldrar hafi haft samband og óskað eftir aðstoð en það sé stefna borgarinnar að vel verði tekið í allar beiðnir um þjónustu tengda þessu máli. Þá er enn hægt að óska eftir sálfræðiaðstoð samkvæmt svari borgarinnar. Vistheimilin Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistheimili Tengdar fréttir Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Kona sem missti barn sitt án samráðs á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1973 fór fram á í fréttum Stöðvar 2 í gær að Reykjavíkurborg og opinberir aðilar sem komu að hennar máli á sínum tíma biðji sig og aðra aðstandendur barna sem voru í svipaðri stöðu, afsökunar. Svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að afsökunarbeiðni sem borgarstjórn sendi út í haust í kjölfar niðurstöðu Vöggustofunefndar gildi líka um aðstandendur barnanna sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. „Niðurstaða vöggustofunefndar sem rannsakaði málið var ótvíræð. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn ályktaði einróma 17. október sl. og bað bæði börnin sem voru vistuð á vöggustofum og fjölskyldur þeirra, mæður og feður afsökunar á þeirri illu meðferð sem var lýst í skýrslu vöggustofunefndarinnar. Ég ítreka hér með afsökunarbeiðni borgarstjórnarstjórnar til allra þeirra sem málið snertir,“ segir Einar. Vonar að Alþingi samþykki sanngirnisbætur Borgarstjórn tók einnig undir með vöggustofunefnd um hugsanlegar skaðabótagreiðslur til þeirra sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn. Frumvarp um sanngirnisbætur hefur hins vegar farið marga hringi hjá Allsherjar- og menntamálanefnd síðustu mánuði. Einar kveður mikilvægt að málið nái fram að ganga. „Ég vona að þetta mál fái þann farsæla endi að þeir einstaklingar sem um ræðir fái sanngjarnar bætur. Ég tel mikilvægt að Alþingi ákveði almennt verklag um hvernig sanngirnisbætur skuli greiddar. Það þarf líka að vera til staðar hvati fyrir sveitarfélög að rannsaka mál þar sem grunur kemur upp um illa meðferð svo þau þurfi ekki að óttast að slíkum rannsóknum og niðurstöðum þeirra fylgi mikil fjárútlát. Þetta er einfaldlega þannig að við verðum að hafa kjark til að horfast í augu við söguna,“ segir Einar. Aðstandendur geti óskað eftir sálfræðiaðstoð Borgarráð ákvað einnig síðasta haust að bjóða fólki sem var vistað sem börn á vöggustofum sálfræðiaðstoð. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá borginni um hversu margir hefði nýtt sér þessa aðstoð og hvort hún væri einnig í boði fyrir aðstandendur barnanna. Í svari borgarinnar kemur fram að öll vöggustofubörn sem höfðu samband og féllu innan samþykktar hafi fengið sálfræðiþjónustu, alls 86 manns. Engir foreldrar hafi haft samband og óskað eftir aðstoð en það sé stefna borgarinnar að vel verði tekið í allar beiðnir um þjónustu tengda þessu máli. Þá er enn hægt að óska eftir sálfræðiaðstoð samkvæmt svari borgarinnar.
Vistheimilin Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistheimili Tengdar fréttir Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06
Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01