Sérstök vitleysa Albert Björn Lúðvígsson skrifar 15. maí 2024 07:31 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun