Takk Ísland fyrir upplýsandi kosningabaráttu! Tómas Ellert Tómasson skrifar 15. maí 2024 12:00 Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar