Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. maí 2024 09:10 Listamaðurinn og konungurinn við afhjúpun verksins. AP/Aaron Chown Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum. Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC. Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC.
Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira