„Okkur dauðlangar í meira“ Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 12:31 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Arnar Halldórsson Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar. Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira