Hægriflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 07:46 Hinn umdeildi Geert Wilders hefur verið mjög áberandi í hollenskum stjórnmálum síðustu áratugi. AP Geert Wilders, leiðtogi hollenska popúlistaflokksins Frelsisflokksins, segir að fjórir hægriflokkar hafi loks náð saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar. Wilders mun ekki gegna embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn. Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna. Holland Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna.
Holland Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41