Halla Tómasdóttir yrði góður forseti Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 16. maí 2024 12:30 Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Ég kynntist áræðni og hugrekki sem var eins og rauður þráður í öllu sem frá henni kom, því sem hún hafði að segja og um hvert hún vildi stefna. Mér fannst ég þekkja gildin að heiman sem hún sagði frá. Gildin frá alþýðuheimilinu um að standa saman, standa sig, hlúa að og virða minni máttar, gera vel. Foreldrar Höllu voru vinnuforkar pabbinn Tómas pípari og mamman Kristjana sjúkraþjálfari á Kópavogshælinu og þar lágu leiðir okkar tveggja saman vegna sameiginlegs áhuga á aðbúnaði fatlaðra íbúa á hælinu og seinna útskriftum þar. Hugrekki Halla Tómasdóttir talar oft um hugrekkið og mörg okkar þekkjum hvað skortur á því hefur viljað stoppa okkur af gegnum árin. Bókin hennar “Hugrekki til að hafa áhrif” er merkilegt framlag og á erindi við unga og eldri. Ég vil árétta hvað það er mikilvægt að Halla Tómasdóttir sem hefur náð svona miklum árangri með líf sitt, staðið fyrir og hrint ótrúlega miklu í framkvæmd sé að veita öðrum hvatningu og leiðsögn í að þora. Ég ætla ekki að gera bókinni skil hér en mig langar þó að nefna nokkrar fyrirsagnir í kjarkæfingunum: Veldu þína eigin leið. Reyndu eitthvað nýtt reglulega, Stattu fyrir það sem rétt er, Ekki hunsa óttann, Vertu óþekk(ur), Forðastu samanburð, Ekki dvelja við hindranir, Myndaðu þitt hurekkissamfélag, og Hannaðu líf þitt. Þarna eru vísbendingar til ástands sem allt of mörgum getur þótt erfitt.. Forystukona Halla Tómasdóttir varð forstjóri B Team fyrir nokkrum árum en hvaða fyrirbæri er það. B Team hefur náð fyrsta starfsáratug sínum og á borði B Team eru Loftslags og umhverfismál, jafnréttismál og jöfnuður gott siðferði, og ábyrgir stjórnarhættir. Þegar Halla hóf sín störf hjá B Team voru Gro Harlem Bruntland fyrrum forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson fyrrverandi foseti Írlands báðar í stjórn teymisins. Þá hafði Gro Harlem lengi verið ein af stóru fyrirmyndum mínum . Mér fannst spennandi að Halla Tómasdóttir færi að vinna með þessum öflugu forystukonum auk fleiri slíkum og ég trúi að vinnan í B Team og samvinnan með öllu því öfluga forystufólki sem þar starfar sé ómetanleg reynsla og veganesti í starf forseta. Frumkvöðull Halla Tómasdóttir ólst upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún fékk gott veganesti að heiman og varð rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari. Í henni bjó frumkvöðull sem átti ríkan þátt í að HR varð til, að fjármálafyrirtæki kvenna varð til, að Auður í krafti kvenna varð til, að þjóðfundurinn varð til. Hún hefur búið bæði heima og erlendis og öðlast mikilvæga þekkingu og víðsýni á síðari árum. Þjóðfélagið okkar er gjörbreytt. Mismunun eykst og mikil átök um gildi. Þörfin fyrir sterkar og góðar fyrirmyndir er rík. Mig langar til að í þessum forsetakosningum fáum við reynslumikla og víðsýna konu sem forseta á Bessasataði. Halla Tómasdóttir er þessi víðsýna kona og sterka fyrirmynd sem við þurfum núna á Bessastaði. Höfundur er fyrrverandi þingkona.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun