Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarin ár. @SARASIGMUNDS Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin. Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sjá meira
Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sjá meira