Stafrænn ójöfnuður á upplýsingaöld Stella Samúelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 17. maí 2024 15:01 Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Stella Samúelsdóttir Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun