Þekktir fjárfestar styðja við vegferð Indó sem tapaði 350 milljónum

Indó tapaði 350 milljónum króna á sínu fyrsta formlega starfsári 2023 en sparisjóðurinn fjárfesti á sama tíma fyrir 250 milljónir. Á meðal þeirra sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Indó á liðnu ári voru félög í eigu Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, Andra Sveinssonar, Birgis Más Ragnarssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar. Að auki bættist Iceland Venture Studio II og sænskur vísisjóður í hluthafahópinn í fyrra.
Tengdar fréttir

Bala safnar um 700 milljónum í vísisjóð
Founders Ventures Management, sem stýrt er af Bala Kamallakharan, vinnur að því að stækka vísisjóð um um það bil fimm milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 700 milljónir króna. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum á hugmyndastigi og við það yrði hann um 9,5 milljónir dala, jafnvirði um 1,3 milljarðar króna.

Guðmundur Fertram gegnir stjórnarformennsku hjá indó
Guðmundur Fertra Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, varð fyrr á þessu ári stjórnarformaður indó, nýja sparisjóðsins sem mun hefja starfsemi í haust.

„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“
Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt.