Of þung en annars hraust á Ozempic Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2024 08:01 Jóhanna Ósk Þrastardóttir var orðin 92 kíló undir lok árs 2022 þegar hún byrjaði að taka Ozempic og léttist mikið og hratt meðan hún tók lyfið. Hún var að öðru leyti hraust, eins og flestir aðrir notendur sambærilegra lyfja sem fréttastofa hefur rætt við. Vísir/hjalti Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í stórauknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Lyfið kom á íslenskan markað í febrúar 2019. Það ár seldust um 256 pakkningar af Ozempic á mánuði, en í fyrra var sala komin upp í tæplega 6000 pakkningar á mánuði. Vel rúmlega tuttuguföld aukning. Sömu sögu er að segja af Saxenda, sambærilegu lyfi; í fyrra seldist fimmtíu og fimm sinnum meira af lyfinu en árið 2018. Þriðja lyfið, Wegovy, kom svo á markað í haust - og eftirspurnin greinilega mikil strax. Í takt við þetta hefur sprenging orðið í virkum notendum; þeim hefur fjölgað um rúm 63 prósent frá byrjun árs í fyrra og fram til síðastliðins apríl, þegar þeir voru orðnir rúmlega átta þúsund. Hlutfall þeirra sem fá lyfið ekkert niðurgreitt frá sjúkratryggingum hefur jafnframt snarhækkað; úr 28 prósentum yfir í 55 prósent - að stórum hluta vegna þess að reglur um niðurgreiðslu hafa verið hertar verulega. Seldar pakkningar af sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfjum á mánuði að meðaltali, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. En hverjir eru að nota þessi lyf? Það virðist nokkuð fjölbreyttur hópur. Þrjátíu og fjögurra ára kona á Wegovy sem fréttastofa ræddi við segir lyfið hafa komið í staðinn fyrir magaermisaðgerð. Annar, maður á miðjum aldri í hjólastól, notar lyfið fyrst og fremst til að viðhalda núverandi þyngd. Kona um fimmtugt byrjaði á lyfinu að fordæmi margra vinkvenna sinna, eftir að hafa þyngst í Covid. 26 ára karlmaður á Wegovy hefur aðeins trúað sínum nánustu fyrir því að hann taki lyfið inn. Ósátt við líkama sinn eftir barnsburð Þau sem fréttastofa hefur rætt við eiga það flest sameiginlegt að hafa verið of þung en að öðru leyti hraust, að eigin sögn, og borga því lyfin alfarið úr eigin vasa. Næstum öll hafa þau lést umtalsvert á fáeinum mánuðum. Allt á þetta einnig við um Jóhönnu, 32 ára konu úr Reykjanesbæ, sem tók inn Ozempic í níu mánuði og missti 24 kíló. „Ég var búin að eignast fjögur börn á fimm og hálfu ári og var orðin 92 kíló og leið mjög illa með sjálfa mig þannig að ég fór til læknis og bað um þetta lyf.“ Og var ekkert mál að fá því ávísuðu? „Nei.“ Kostnaður við lyfið, 25 þúsund krónur á mánuði, var Jóhönnu um megn og hún hætti því að taka það í fyrra. Ef fjárhagslegi þátturinn væri ekki vandamál, værirðu þá enn þá á lyfinu? „Já, hundrað prósent.“ Þig langar að léttast meira? „Já.“ En hefur ekki getað gert það eftir að þú hættir? „Nei.“ Viðmælendur fréttastofu sem notað hafa lyfin hafa sloppið með vægar aukaverkanir og lýsa almennt jákvæðri reynslu. En á lyfjunum eru einnig skuggahliðar og uppi eru áhyggjur af notkun þeirra innan heilbrigðiskerfisins, sem fjallað verður um í kvöldfréttum næstu daga. Heilbrigðiseftirlit Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í stórauknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Lyfið kom á íslenskan markað í febrúar 2019. Það ár seldust um 256 pakkningar af Ozempic á mánuði, en í fyrra var sala komin upp í tæplega 6000 pakkningar á mánuði. Vel rúmlega tuttuguföld aukning. Sömu sögu er að segja af Saxenda, sambærilegu lyfi; í fyrra seldist fimmtíu og fimm sinnum meira af lyfinu en árið 2018. Þriðja lyfið, Wegovy, kom svo á markað í haust - og eftirspurnin greinilega mikil strax. Í takt við þetta hefur sprenging orðið í virkum notendum; þeim hefur fjölgað um rúm 63 prósent frá byrjun árs í fyrra og fram til síðastliðins apríl, þegar þeir voru orðnir rúmlega átta þúsund. Hlutfall þeirra sem fá lyfið ekkert niðurgreitt frá sjúkratryggingum hefur jafnframt snarhækkað; úr 28 prósentum yfir í 55 prósent - að stórum hluta vegna þess að reglur um niðurgreiðslu hafa verið hertar verulega. Seldar pakkningar af sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfjum á mánuði að meðaltali, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. En hverjir eru að nota þessi lyf? Það virðist nokkuð fjölbreyttur hópur. Þrjátíu og fjögurra ára kona á Wegovy sem fréttastofa ræddi við segir lyfið hafa komið í staðinn fyrir magaermisaðgerð. Annar, maður á miðjum aldri í hjólastól, notar lyfið fyrst og fremst til að viðhalda núverandi þyngd. Kona um fimmtugt byrjaði á lyfinu að fordæmi margra vinkvenna sinna, eftir að hafa þyngst í Covid. 26 ára karlmaður á Wegovy hefur aðeins trúað sínum nánustu fyrir því að hann taki lyfið inn. Ósátt við líkama sinn eftir barnsburð Þau sem fréttastofa hefur rætt við eiga það flest sameiginlegt að hafa verið of þung en að öðru leyti hraust, að eigin sögn, og borga því lyfin alfarið úr eigin vasa. Næstum öll hafa þau lést umtalsvert á fáeinum mánuðum. Allt á þetta einnig við um Jóhönnu, 32 ára konu úr Reykjanesbæ, sem tók inn Ozempic í níu mánuði og missti 24 kíló. „Ég var búin að eignast fjögur börn á fimm og hálfu ári og var orðin 92 kíló og leið mjög illa með sjálfa mig þannig að ég fór til læknis og bað um þetta lyf.“ Og var ekkert mál að fá því ávísuðu? „Nei.“ Kostnaður við lyfið, 25 þúsund krónur á mánuði, var Jóhönnu um megn og hún hætti því að taka það í fyrra. Ef fjárhagslegi þátturinn væri ekki vandamál, værirðu þá enn þá á lyfinu? „Já, hundrað prósent.“ Þig langar að léttast meira? „Já.“ En hefur ekki getað gert það eftir að þú hættir? „Nei.“ Viðmælendur fréttastofu sem notað hafa lyfin hafa sloppið með vægar aukaverkanir og lýsa almennt jákvæðri reynslu. En á lyfjunum eru einnig skuggahliðar og uppi eru áhyggjur af notkun þeirra innan heilbrigðiskerfisins, sem fjallað verður um í kvöldfréttum næstu daga.
Heilbrigðiseftirlit Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22
„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45