Fury og Usyk mætast í titilbardaga í þungavigtinni í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í kvöld. Þeir eru báðir ósigraðir á ferlinum.
Á blaðamannafundi í fyrradag neitaði Fury að horfa í augun á Usyk en það var öllu meiri völlur á Englendingnum í vigtuninni í gær.
Fury hallaði sér upp að Usyk og ýtti honum svo. Hann hrópaði jafnframt ókvæðisorð að honum áður en hann gekk af sviðinu.
Fury mældist tæplega 119 kg í vigtuninni og hefur ekki verið léttari í fjögur ár. Usyk vegur hins vegar tæplega 102 kg.