„Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 12:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það miður að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók á vegum ráðuneytisins. Hann segist hafa rætt málið við fyrrverandi forsætisráðherra og þau hafi verið sammála um niðurstöðuna. Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04