Í framhaldi af viðtali við Helgu Þórisdóttur Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 16:40 Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Forsetakosningar 2024 Kári Stefánsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar