Leitin enn ekki borið árangur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 23:55 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er staðsettur nærri svæðinu þar sem þyrlunnar er leitað. AP Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira