Þetta var fyrsti bikarúrslitaleikur kvennaliðs Fortuna Sittard en Ajax konur voru að vinna bikarinn í sjötta sinn.
Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Sittard. Lára Kristín Pedersen kom inn á sem varamaður á 86. mínútu.
Staðan var markalaus fram á 54. mínútu þegar Ajax fékk vítaspyrnu.
Nadine Noordam kom Ajax í 1-0 úr vítinu og fjórum mínútum síðar skoraði Rosa van Gool annað markið.
Feli Delacauw minnkaði muninn á 65. mínútu en nær komust Sittard konur ekki.
Bente Jansen innsiglaði sigur Ajax á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Noordam.