Ástæðan eru breytingar sem sést hafa í borholum á svæðinu. Bláa lónið er þó enn opið og engar breytingar fyrirhugaðar með aðgengi að Grindavík eins og stendur.
Þá verður í hádegisfréttum rætt við talsmann Hvalavina sem segir nokkuð ljóst að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Engin svör eru enn komin frá matvælaráðuneytinu.
Einnig heyrum við í Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi sem segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar.
Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um úrslitaeinvígið í körfubolta karla þar sem spennan lifir enn.